Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1967, Side 50

Andvari - 01.10.1967, Side 50
152 INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON ANDVARI hann. Hún var eins og tælan sem snasaði bara og gerði sig merkilega væri ein- hver í fyrirsát. — Heyrðu kona, hrópaði liann. Hún stöðvaði hrossið og skimaði í kringum sig, eins og hún hefði ekki vitað af honum í lautinni. Svo sveigði hún hrossið út úr tröðinni og í áttina til hans og renndi sér af baki. — Heyrðu kona, sagði hann aftur og var nú ekki eins hávær. — Hvernig væri að fá eitthvað utan yfir sig. Hún stanzaði nokkurn spöl frá honum og hallaði höfðinu fram og honum sýndist ekki betur en hún væri farin að tina. — Gaztu einhverju bjargað? sagði hún. — Engu nema leyfisbréfinu okkar, gæzkan, og jakkanum, sem ég er í og vestinu. Ég fann ekki buxurnar. Þú hefur falið þær vel, og peningaveskið. Nú er allt farið fjandans til. — Þú hefur auðvitað lagzt niður eins og hundur um leið og ég var farin, sagði Guðlaug og teygði hálsinn vel frarn í áttina til hans. — Þú hefur ekki einu sinni haft þrek til að halda með þér á rúmfötum hingað í lautina. — Til hvers eru eldsvoðar ef menn eiga ekki að koma úr þeim slyppir og snauðir? — Ég hlusta ekki á þennan narraskap í þér, Jón Ölafsson. — Eru ekki hestarnir farnir? Er ekki bærinn að brenna? Er ég ekki á brók- inni? Idvað viltu meira, þú ellimóða kerlingarskaft? — Jón Ólafsson, ég tala aldrei við þig meir. — Gott og vel, en segðu þessum forkeluðu andskotans aumingjum að stinga niður þekjuna yfir baðstofunni. Fyrr geta þeir ekki slökkt. Guðlaug sópaði að sér pilsinu og reigði höfuðið og gekk teinrétt og stolt heim hallandi túnið. Mýrarhúsa-Jón reis upp við dogg í lautinni til að geta horft á eftir henni. Svo kallaði hann: — Láttu einhvern bera mér hólkinn minn. Síðan hallaði hann sér útaf með flöskuna í fanginu. Þegar hann leit upp nokkru síðar sá hann að menn licifðu raðað sér á vegg- ina fast upp við reykjarstrókinn og voru byrjaðir að stinga niður þekjuna. Þeim var þá gefið eitthvert verksvit, kannski hafði hróið flutt þeim skilaboðin, þótt henni hefði verið þungt í skapi. Heima á Llaðinu liafði verið raðað upp kössum og kirnum og enn voru menn að bera út eitthvert dót. Hann virti búsmunina fyrir sér. Það var mesta furða hvað hún hafði flutt með sér af drasli í þennan bæ. Hún gat safnað því í kringum sig þútt hún vildi ekki eiga hesta. Og hún gat látið bjarga trogum og tunnum, þótt hún hirti ekki um að færa honum ein-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.