Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 50
152
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON
ANDVARI
hann. Hún var eins og tælan sem snasaði bara og gerði sig merkilega væri ein-
hver í fyrirsát.
— Heyrðu kona, hrópaði liann.
Hún stöðvaði hrossið og skimaði í kringum sig, eins og hún hefði ekki
vitað af honum í lautinni. Svo sveigði hún hrossið út úr tröðinni og í áttina til
hans og renndi sér af baki.
— Heyrðu kona, sagði hann aftur og var nú ekki eins hávær. — Hvernig
væri að fá eitthvað utan yfir sig.
Hún stanzaði nokkurn spöl frá honum og hallaði höfðinu fram og honum
sýndist ekki betur en hún væri farin að tina.
— Gaztu einhverju bjargað? sagði hún.
— Engu nema leyfisbréfinu okkar, gæzkan, og jakkanum, sem ég er í
og vestinu. Ég fann ekki buxurnar. Þú hefur falið þær vel, og peningaveskið.
Nú er allt farið fjandans til.
— Þú hefur auðvitað lagzt niður eins og hundur um leið og ég var farin,
sagði Guðlaug og teygði hálsinn vel frarn í áttina til hans. — Þú hefur ekki einu
sinni haft þrek til að halda með þér á rúmfötum hingað í lautina.
— Til hvers eru eldsvoðar ef menn eiga ekki að koma úr þeim slyppir og
snauðir?
— Ég hlusta ekki á þennan narraskap í þér, Jón Ölafsson.
— Eru ekki hestarnir farnir? Er ekki bærinn að brenna? Er ég ekki á brók-
inni? Idvað viltu meira, þú ellimóða kerlingarskaft?
— Jón Ólafsson, ég tala aldrei við þig meir.
— Gott og vel, en segðu þessum forkeluðu andskotans aumingjum að
stinga niður þekjuna yfir baðstofunni. Fyrr geta þeir ekki slökkt.
Guðlaug sópaði að sér pilsinu og reigði höfuðið og gekk teinrétt og stolt
heim hallandi túnið. Mýrarhúsa-Jón reis upp við dogg í lautinni til að geta
horft á eftir henni. Svo kallaði hann:
— Láttu einhvern bera mér hólkinn minn.
Síðan hallaði hann sér útaf með flöskuna í fanginu.
Þegar hann leit upp nokkru síðar sá hann að menn licifðu raðað sér á vegg-
ina fast upp við reykjarstrókinn og voru byrjaðir að stinga niður þekjuna. Þeim
var þá gefið eitthvert verksvit, kannski hafði hróið flutt þeim skilaboðin, þótt
henni hefði verið þungt í skapi. Heima á Llaðinu liafði verið raðað upp kössum
og kirnum og enn voru menn að bera út eitthvert dót. Hann virti búsmunina
fyrir sér. Það var mesta furða hvað hún hafði flutt með sér af drasli í þennan
bæ. Hún gat safnað því í kringum sig þútt hún vildi ekki eiga hesta. Og hún
gat látið bjarga trogum og tunnum, þótt hún hirti ekki um að færa honum ein-