Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1967, Qupperneq 60

Andvari - 01.10.1967, Qupperneq 60
162 SELMA JÓNSDÓTTIR ANDVAIU liturinn notaður sem útlína, og litur bók- fellsins gefur skrautinu lit, en þar er ekki notuð svört útlína til að teikna skrautið. I Landsbókasafni er annað blað, Lbs. fragm. 51, sem er sýnilega úr sarna hand- riti, en það kom úr safni Valdimars As- mundssonar árið 1911 (3. mynd). Skinn- bókarblað þetta er 29 X19 cm að stærð, en blaðið er mjög illa farið, hefur verið notað utan um bók, svo að öðrum megin er það gjörsamlega ólæsilegt. En þeim megin á blaðinu, sem skriftin hefur varðveitzt, er Daviðs sálmur XVII, 26—35, ásamt línu- fyllingum með manna-, dýra- og fiska- myndum, allt með langa hala af laufa- skrauti, eins og á blaði því, sem lýst hefur verið hér að framan. Sama rithönd er á báðum blöðum. Þrátt fyrir ýtarlega leit í Landsbókasafni og í Arnasafni, hefur mér ekki tekizt að finna fleiri skinnblöð af þessu tagi. 1 Þjóðminjasafni Islands eru nokkur skinnblöð og brot, og athugaði ég þau öll vandlega. Á meðal þeirra fann ég heil- síðumynd á skinnbókarblaði, nr. 4678 í skrá safnsins (4. mynd). Blað þetta kom til Þjóðminjasafnsins árið 1900 frá Bæ í Hrútafirði, selt úr dánarbúi Sigurðar Sverrisen, sýslumanns í Strandasýslu (1). Stærð blaðsins er 30,7X19,6 crn. og hef- ur þó eitthvað verið skorið. Blaðið er greinilega úr glæsilegu erlendu handriti með gyllingu. Myndin er af Kristi kross- festum, og stendur María honum til hægri handar, en Jóhannes postuli honum til vinstri handar. Bakgrunnurinn í mynd- inni er köflóttur í bláum og rósbleikum litum, og skiptast litirnir í fjóra reiti um krossinn, þannig að blái liturinn er vinstra megin og bleiki liturinn hægra megin að neðanverðu, en ofan við þvertréð er bleiki liturinn vinstra megin og blái liturinn hægra megin. Krossinn er gylltur með bleikri rönd í miðju. María er í blágræn- um kjól og bleikum kyrtli, fóðruðum með hermilíni, sem hefur tekið á sig Ijósbláan lit. Mynda litir klæðanna skemmtilegar andstæður við bláan grunnlitinn. Jó- hannes er aftur á móti í dökkgrænum kyrtli og ljósblárri skikkju með rósbleiku fóðri á móti rósbleikum bakgrunninum og heldur á rósbleikri bók. Kristur er með blágrænt lendaklæði. Utan um krossfest- ingarmyndina er tvöfaldur rammi, sá innri er bleikur vinstra rnegin og blár hægra megin, er hann með ferns konar skreytingum, en gylltir ferhyrndir reitir á öllum hornum. Ytri ramminn er allur gylltur og með laufaskrauti út frá öllum fjórum hornurn. Krossfestingarmyndin ásamt skreyting- um utan um hana líkjast um margt til- beiðslumyndinni og línufyllingunum á Í.B. 363 og Lbs. fragm. 51. Helztu sam- eiginleg einkenni eru: Köflóttur bak- grunnur, byggður upp af jafnarma kross- um með hvelfdum örmum, sem mynda munstrið. Augun eru möndlulaga, skýrt dregin, og er dökkur, stór augasteinninn alveg úti í augnkrókunum, eins og horft sé á eitthvað til hliðar, án þess að hreyfa höfuðið. Munnarnir eru mjög smáir. Hendurnar eru langar og grannar og fingurnir oft hálfkrepptir. Vinstri hönd Maríu í tilbeiðslumyndinni og vinstri hönd Jóhannesar í krossfestingarmynd- inni eru alveg eins. Auðsætt er, að litirnir eru þeir sömu í báðum myndum, þó að litirnir í krossfestingarmyndinni hafi nokkuð fölnað. Auk þess sem sjálfar myndimar eru að svo mörgu leyti líkar, þá er laufamunstrið á neðstu brún kross- festingarmyndarinnar eins og laufa- munstrið í línufyllingunum. Af þessu er augljóst, að framantalin skinnbókar'olöð eru öll úr sama handriti, saltara. Saltarinn hefur verið 35—37 cm á hæð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.