Andvari - 01.10.1967, Side 62
164
SELMA JÓNSDÓTTIR
ANDVARI
og um 25 cm á breidd, línulengd um 16
cm. Heilsíðumynd af krossfestingunni
hefur verið fremst og upphaf, a. m. k.
höfuðsálmanna, prýtt stórurn sögumynda-
stöfum og lesmál innrammað í gulli. —
Vegna þess, að XXXVIII. sálmur var
prýddur sögumyndastaf, þá má ætla, að
íslenzka saltaranum hafi verið skipt í 8
litúrgíska kafla eins og venja var í söltur-
um, með myndstöfum í upphafi sálmanna
nr. 1, 26, 38, 52, 68, 80, 97 og 109.
Og sennilega hafa þá verið stærri mynda-
stafir við upphaf sálmanna nr. 51 og 101.
Líkindi eru til, að myndirnar í íslenzka
saltaranum hafi verið úr lífi Krists, en
það er mjög óvenjulegt í skreytingu
Davíðs sálma.
Enginn vafi getur leikið á því, að salt-
arinn hefur verið mikil bók og fögur.
I Iefur ekkert verið til sparað að gera hana
vel úr garði, hvorki gull né góðir litir.
Einnig hefur maðurinn, sem lýsti bókina,
verið listamaður. Meðferð listamannsins
á linum, litum og formi sýnir ótvíræða
hæfileika hans. Þá hefur ekki heldur verið
horft í bókfellið. Spásslur eru stórar og
skriftin einnig, og í stað þess að skrifa
línurnar út til að koma sem mestu lesmáli
á síðurnar, þá hefur skrifarinn oft skilið
eftir hálfar línur eða línuhluta óskrifaða,
sem listamaðurinn hefur síðan fyllt upp
með alls kyns skemmtilegum og skrýtnum
myndum í rauðum og bláum litum. Skrif-
arinn hefur skilið hluta af sumum línum
eftir auðar til að geta ávallt byrjað fremst
vinstra megin á stórum staf og þannig
fengið mjög skipulegan og fallegan heild-
arsvip á síðuna. Rithöndin er æfð, sterk
og fögur.
í lýsingu íslenzka saltarans er notað
mikið af gulli. Er því augljóst, að hann
hefur verið gerður erlendis, þar sem gull
var aldrei notað í handritalýsingar á Is-
landi. Af samanburði við önnur erlend
handrit hefur komið í ljós, að íslenzki
saltarinn er skyldastur enskum handrita-
lýsingum, líkastur handritum frá því um
1300—1325, sem D. Egbert flokkar í
kringum Tickbill-saltarann. Þau handrit
tengir Egbert klaustrum af reglu heilags
Ágústínusar og fjölskyldum, tengdum
innbyrðis vegna mægða eða frændsemi,
og hafi fjölskyldur þessar jafnframt verið
vinir og velgjörðarmenn klaustra af Ágúst-
ínusarreglu í York-erkibiskupsdæmi (2).
Til þessa flokks telur Egbert meðal ann-
ars Bardolf-Vaux-saltarann (London, Lam-
beth Palace MS 233), um 1310—1320,
sem er að mörgu leyti líkur íslenzka salt-
aranum.
Það er eftirtektarvert, að skriftin á ís-
lenzka saltaranum er mjög lík skriftinni
á Ormesby-saltaranum (5. mvnd), en
nokkuð af lýsingunum í því handriti telur
Egbert skyldar lýsingunum í Tickhill-
saltaranum. Ormesby-saltarinn er kennd-
ur við Robert af Ormesby, sem var munk-
ur í Norwich og gaf saltarann dómkirkj-
unni þar um 1325. En nú ber svo við, að
íslenzki saltarinn hefur, a. m. k. um tíma,
verið í Norwich.
Efst á síðu krossfestingarmyndarinnar
er áritun, skrifuð með annarri hendi en
handritið sjálft. Hún er innrönunuð með
örgrannri línu, sem myndar rétthyrning
utan um hana. Áritunin hljóðar svo: Istud
lisalterium pertinet dovmi de Carehowe,
sem útleggst: Klaustrið í Carehowe á þenn-
an saltara (6. mynd). Carehowe, nú nefnt
Carrow, er nafn á nunnuklaustri af Bene-
diktsreglu, sem verið hefur rétt utan við
suðurhlið Norwichborgar í Norfolk. Lítið
er nú vitað um klaustrið í Carrow. Það
var stofnað árið 1146 af príorinnu og níu
nunnum. Síðasta príorinna klaustursins
var enn á lífi árið 1553 og naut þá 5
sterlingspunda hfeyris á ári. I Ienni hafði
verið veittur þessi lífeyrir við upplausn