Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1967, Page 62

Andvari - 01.10.1967, Page 62
164 SELMA JÓNSDÓTTIR ANDVARI og um 25 cm á breidd, línulengd um 16 cm. Heilsíðumynd af krossfestingunni hefur verið fremst og upphaf, a. m. k. höfuðsálmanna, prýtt stórurn sögumynda- stöfum og lesmál innrammað í gulli. — Vegna þess, að XXXVIII. sálmur var prýddur sögumyndastaf, þá má ætla, að íslenzka saltaranum hafi verið skipt í 8 litúrgíska kafla eins og venja var í söltur- um, með myndstöfum í upphafi sálmanna nr. 1, 26, 38, 52, 68, 80, 97 og 109. Og sennilega hafa þá verið stærri mynda- stafir við upphaf sálmanna nr. 51 og 101. Líkindi eru til, að myndirnar í íslenzka saltaranum hafi verið úr lífi Krists, en það er mjög óvenjulegt í skreytingu Davíðs sálma. Enginn vafi getur leikið á því, að salt- arinn hefur verið mikil bók og fögur. I Iefur ekkert verið til sparað að gera hana vel úr garði, hvorki gull né góðir litir. Einnig hefur maðurinn, sem lýsti bókina, verið listamaður. Meðferð listamannsins á linum, litum og formi sýnir ótvíræða hæfileika hans. Þá hefur ekki heldur verið horft í bókfellið. Spásslur eru stórar og skriftin einnig, og í stað þess að skrifa línurnar út til að koma sem mestu lesmáli á síðurnar, þá hefur skrifarinn oft skilið eftir hálfar línur eða línuhluta óskrifaða, sem listamaðurinn hefur síðan fyllt upp með alls kyns skemmtilegum og skrýtnum myndum í rauðum og bláum litum. Skrif- arinn hefur skilið hluta af sumum línum eftir auðar til að geta ávallt byrjað fremst vinstra megin á stórum staf og þannig fengið mjög skipulegan og fallegan heild- arsvip á síðuna. Rithöndin er æfð, sterk og fögur. í lýsingu íslenzka saltarans er notað mikið af gulli. Er því augljóst, að hann hefur verið gerður erlendis, þar sem gull var aldrei notað í handritalýsingar á Is- landi. Af samanburði við önnur erlend handrit hefur komið í ljós, að íslenzki saltarinn er skyldastur enskum handrita- lýsingum, líkastur handritum frá því um 1300—1325, sem D. Egbert flokkar í kringum Tickbill-saltarann. Þau handrit tengir Egbert klaustrum af reglu heilags Ágústínusar og fjölskyldum, tengdum innbyrðis vegna mægða eða frændsemi, og hafi fjölskyldur þessar jafnframt verið vinir og velgjörðarmenn klaustra af Ágúst- ínusarreglu í York-erkibiskupsdæmi (2). Til þessa flokks telur Egbert meðal ann- ars Bardolf-Vaux-saltarann (London, Lam- beth Palace MS 233), um 1310—1320, sem er að mörgu leyti líkur íslenzka salt- aranum. Það er eftirtektarvert, að skriftin á ís- lenzka saltaranum er mjög lík skriftinni á Ormesby-saltaranum (5. mvnd), en nokkuð af lýsingunum í því handriti telur Egbert skyldar lýsingunum í Tickhill- saltaranum. Ormesby-saltarinn er kennd- ur við Robert af Ormesby, sem var munk- ur í Norwich og gaf saltarann dómkirkj- unni þar um 1325. En nú ber svo við, að íslenzki saltarinn hefur, a. m. k. um tíma, verið í Norwich. Efst á síðu krossfestingarmyndarinnar er áritun, skrifuð með annarri hendi en handritið sjálft. Hún er innrönunuð með örgrannri línu, sem myndar rétthyrning utan um hana. Áritunin hljóðar svo: Istud lisalterium pertinet dovmi de Carehowe, sem útleggst: Klaustrið í Carehowe á þenn- an saltara (6. mynd). Carehowe, nú nefnt Carrow, er nafn á nunnuklaustri af Bene- diktsreglu, sem verið hefur rétt utan við suðurhlið Norwichborgar í Norfolk. Lítið er nú vitað um klaustrið í Carrow. Það var stofnað árið 1146 af príorinnu og níu nunnum. Síðasta príorinna klaustursins var enn á lífi árið 1553 og naut þá 5 sterlingspunda hfeyris á ári. I Ienni hafði verið veittur þessi lífeyrir við upplausn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.