Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1967, Side 69

Andvari - 01.10.1967, Side 69
WILLIAM HEINESEN: Gestir frá tunglinu Æskuheimkynni mitt, Þórshöfn, er austan á Straumey sunnarlega. Rúma mílu vegar þaðan, vestan á eynni, liggur hin forna byggð, Kirkjubær, sem var biskupsstóll Færeyja á miðöldum, og þar standa ennþá veðraðar rústir af gotneskri dómkirkju, sem aldrei varð fullgerð. Milli Kirkjubæjar og Þórshafnar gnæfir fjallið Kirkjubæjarhraun. Frá Þórshöfn að sjá líkist fjall þetta skrímsli, hnútóttum drekahrygg, en efst uppi teygist úr því og verður þar breið háslétta, sem er nálega öll úr samanhauguðum basaltbjörgum Hér er auðn, — en fjarri fer því, að það sé ördauða eyðimörk. Hér eru blá vötn og mosahvílur milli klapp- anna, fuglahreiður eru þar og hérar á hlaupum. Fjall sem þetta kom auðvitað hreyfingu á ímyndunarafl harnsins. Hér var hvorttveggja, heimsendi og upphaf alls, hér gekk sólin undir á vetrum, hér bjuggu skuggarnir löngum stundum, hér leiftraði kvöldstjarnan, hér kom tunglið stundum upp, stórt eins og rauður leirdiskur, og vestur við hafið, handan við grátt hraunfjallið, gerði ég mér í hugarlund að væri borg, reist úr stórum stein- um úr fjallinu, af því tæi, sem talað er um í ævintýrum og gömlum kvæðum. í þessari borg bjó tröllkonan gamla, Rakul, ásamt væskilmenninu og ær- ingjanum Níelsi og öðrum manni, sem við nefndum J unglmanninn, því svo virtist sem hann hefði dottið niður úr tunglinu. Þessi merkilegi þriggjalaufa- smári lifði dularfullu tvífaralífi: að nokkru leyti voru þetta persónur drauma og sagna, en líka mjög svo áþreifanlegar manneskjur. í þessu síðamefnda ástandi komu þau við og við sem gestir á bernskuheimili niitt í Þórshöfn. Þau komu gangandi að vestan yfir fjöll og heiðar og straum- harðar ár. Oft höfðu þau með sér einn eða tvo klyfjahesta, litlar, síðhærðar og ónáttúrlegar skepnur, stundum var líka folald með. Hestarnir vom undir reið- ingi og vom klyfjaðir hripum og kvartilum, sem gutlaði í. í hripunum voru hvítir ostar og litlar tréskálar með smjöri, í kvartilunum mjólk eða rjómi — þau voru loklaus, en rakaður lambsbjór bundinn yfir. Ostarnir voru líka vafðir í skinn, og hripin og kvartilin voru bundin við klifberann með gildum, loðnum ullarreipum. Gestirnir þrír vom einnig í fötum úr loðnu efni og skinnskóm með ullarþvengjum. Þvengirnir í skóm karlmanna vom hvítir, en í skóm Rakular
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.