Andvari - 01.10.1967, Page 69
WILLIAM HEINESEN:
Gestir frá tunglinu
Æskuheimkynni mitt, Þórshöfn, er austan á Straumey sunnarlega. Rúma
mílu vegar þaðan, vestan á eynni, liggur hin forna byggð, Kirkjubær, sem var
biskupsstóll Færeyja á miðöldum, og þar standa ennþá veðraðar rústir af
gotneskri dómkirkju, sem aldrei varð fullgerð. Milli Kirkjubæjar og Þórshafnar
gnæfir fjallið Kirkjubæjarhraun. Frá Þórshöfn að sjá líkist fjall þetta skrímsli,
hnútóttum drekahrygg, en efst uppi teygist úr því og verður þar breið háslétta,
sem er nálega öll úr samanhauguðum basaltbjörgum Hér er auðn, — en fjarri
fer því, að það sé ördauða eyðimörk. Hér eru blá vötn og mosahvílur milli klapp-
anna, fuglahreiður eru þar og hérar á hlaupum.
Fjall sem þetta kom auðvitað hreyfingu á ímyndunarafl harnsins. Hér var
hvorttveggja, heimsendi og upphaf alls, hér gekk sólin undir á vetrum, hér
bjuggu skuggarnir löngum stundum, hér leiftraði kvöldstjarnan, hér kom tunglið
stundum upp, stórt eins og rauður leirdiskur, og vestur við hafið, handan við
grátt hraunfjallið, gerði ég mér í hugarlund að væri borg, reist úr stórum stein-
um úr fjallinu, af því tæi, sem talað er um í ævintýrum og gömlum kvæðum.
í þessari borg bjó tröllkonan gamla, Rakul, ásamt væskilmenninu og ær-
ingjanum Níelsi og öðrum manni, sem við nefndum J unglmanninn, því svo
virtist sem hann hefði dottið niður úr tunglinu. Þessi merkilegi þriggjalaufa-
smári lifði dularfullu tvífaralífi: að nokkru leyti voru þetta persónur drauma og
sagna, en líka mjög svo áþreifanlegar manneskjur.
í þessu síðamefnda ástandi komu þau við og við sem gestir á bernskuheimili
niitt í Þórshöfn. Þau komu gangandi að vestan yfir fjöll og heiðar og straum-
harðar ár. Oft höfðu þau með sér einn eða tvo klyfjahesta, litlar, síðhærðar og
ónáttúrlegar skepnur, stundum var líka folald með. Hestarnir vom undir reið-
ingi og vom klyfjaðir hripum og kvartilum, sem gutlaði í. í hripunum voru
hvítir ostar og litlar tréskálar með smjöri, í kvartilunum mjólk eða rjómi — þau
voru loklaus, en rakaður lambsbjór bundinn yfir. Ostarnir voru líka vafðir í
skinn, og hripin og kvartilin voru bundin við klifberann með gildum, loðnum
ullarreipum. Gestirnir þrír vom einnig í fötum úr loðnu efni og skinnskóm með
ullarþvengjum. Þvengirnir í skóm karlmanna vom hvítir, en í skóm Rakular