Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1967, Síða 73

Andvari - 01.10.1967, Síða 73
SVEN HAVSTEEN-MIKKELSEN: Grænland endurséð Á Kastrupflugvelli er farþegunum stuggað inn í langan gang. Þetta er um miðja nótt, og í hvítu skini neónljósanna líkjast þeir mest afturgöngum. Manni verður hugsað til styrjaldaráranna og tortímingarbúða Þjóðverja. Hér þarf ekki framar að velja eða hafna, bara halda hópinn. Svo er gengið fyrir horn, og fyrir enda gangsins birtist ófreskjan og minnir á risaeðlu eða tröllaukið, silfurgljáandi skor- dýr. Flestir ferðamannanna gera sig heima- komna og hlamma sér í sætin, þegar þeir koma inn í farþegarýmið, draga að sér fæturna og loka augunum. Og eftir and- artak erum við þegar komnir upp í loftið til fundar við aftureldinguna. Ég blunda ofurlítið, og þó að ekki fari fyrir mér eins og Rip van Winkel, að hundrað ár séu liðin, þegar ég vakna, er það önnur öld, sem ég lifi. Gegnum glufu í skýjaþykkn- ið aftan við stjórnborðsvænginn sé ég fjallsgnípu gnæfa upp úr jöklinum. Hún orkar mjög á mig, þessi sýn. Ég litast um meðal sofandi fólksins og get ekki deilt geði við neinn. Það var fyrir þrjátíu ár- um — heil mannsævi er liðin -—, að við Jens og Wagersbræðurnir tveir klifum eina af þessum skögultönnum, sem rísa upp úr ævarandi hjarninu hér fyrir neðan okkur, eftir að hafa dregið sleðana dögum saman með miklum erfiðismunum, því að við vorum sjálfir okkar eigin hundar. Eftir stutta stund lendir flugvélin í Syðra-Straumsfirði á vesturströnd Græn- lands. Þá er liðin hálf fimmta klukkustund síðan hún hóf sig á loft á Kastrupflug- velli. Farþegarnir hópast að minjagripaborð- inu í flugskýlinu eða taka að hripa fáeinar línur á póstkort. En þetta varir einungis skamma stund — allt í einu eru allir horfnir, jafnskyndilega og hópur spör- fugla á mykjuhaug. Þessi stóri salur er mannlaus, gestirnir eru á ný komnir upp í loftið á leið til meginlandsins vestan hafsins. Syðri-Straumfjörður ■— einu sinni var hann fjörður hreindýraveiðimanna. Og hér innst inni, þar sem herstöðin er nú, veiddu menn landseli og hringanóra fyrir örfáum árum. Ég geng veginn inn eftir fram hjá skálum og verkstæðum. Texas, Minnesota, Michigan er letrað stórum stöfum á brotfletina, þar sem vegurinn hefur verið sprengdur gegnum klettana, og blökkumaður á vörubifreið gerir mér vinsamlega skiljanlegt, að ég geti fengið að setjast upp í hjá honum. Daginn eftir er ég farþegi í lítilli, ís- lenzkri flugvél og held öðru sinni yfir meginjökulinn til austurstrandar Græn- lánds. Það eru íslendingar, sem fljúga á þessa staði, og þeir hafa getið sér góðan orðstír. Það er sagt, að stundum sjáist engin mörk himins og jarðar. En það ber ekki á öðru en íslendingar rati út úr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.