Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1967, Side 74

Andvari - 01.10.1967, Side 74
176 SVEN HAVSTEEN-MIKKELSEN ANDVARI skýjaþykkninu og lendi milli tindafjall- anna á örmjóum flugbrautunum í Kúlu- súk. Flestir þeir, sem eiga erindi á austur- ströndina auk mín — sennilega fara þeir aftur meS sömu flugvél —, eru af þeirri tegund fésýslumanna, sem festir kaup á notuðum vélurn og verkfærum og alls konar afgangsvöru, alþjóðlegir skrankaup- menn, sem vilja freista gæfunnar í Kúlú- súk og kanna, hvort þar er ekki fengs von. Þetta eru Þjóðverjar og Hollendingar, tasvígir náungar að sjá. Við sniglumst af stað, kveðjum strönd- ina með semingi og snúum inn yfir jök- ulinn, sem er fyrir neðan okkur eins og endalaus breiða af leskjuðu kalki og gerir okkur ofbirtu í augun. Lítill, svartur depill rýfur tilbreytingarleysið, og allra athygli beinist að honum. Þetta gæti verið tjald Ágústs Courtaulfs, hugsa ég. En þetta er þá ratsjárstöð, þar sem hálft hundrað manna býr við öll hugsanleg þægindi. Við berumst út yfir Angmagssalik eftir margra klukkustunda flug. Og þarna er Sermilikfjörðurinn — þetta ótæti meðal fjarða, sem ætíð er fullt borgaríss. Þarna hlýtur byggðin að vera, og þarna er Dan- höfði. Við lækkum flugið, flugvélin hallast á annan vænginn. Ég sé hvergi lending- arstað, einungis fjallatinda. En nú þegar við brunum niður, finn ég fyrst, að við erum á hraðri ferð, og svo snerta hjólin jörðina. Við erum í Kúlúsúk. Ég kann- ast ekki við neitt, og hvert sem ég lít, sé ég skála og verkvélar. Við ökum að skála, þar sem talað er háum rómi á þýzku og amerísku — skrankaupmenn- irnir eru auðheyrilega í essinu sínu. Ég reika um úti. Grænlendingur stendur uppi við húsvegginn í sólskininu. Mér finnst ég þekkja hann, en samt hefur hann verið ófæddur, þegar ég var hér síðast. Hann heitir Tómas og á að sækja póstinn. Bátur úr byggðinni bíður við skörina. Við hjálpumst að að bera póstpokann og föggur mínar, og bak við lítinn tanga við ísilagðan fjörðinn eru hundar hans og sleði. Þetta er ekki einn hinna stuttu og breiðu, grænlenzku sleða, sem ég minnist, heldur rennilegur langsleði. Hundarnir byrja að ýlfra og kveinka sér, löngu áður en Tómas fer að sveifla svipunni, — og svo brunum við út á fjörðinn. Allt er hljótt og tært og fjöllin í kringum okkur svo björt og létt, að það er líkast því, að þau svífi í loftinu. Og við þjótum áfram. Þetta er eitthvað annað en þegar við sátum í flugvélinni og komumst ekkert áfram. En svo glevm- ist allur samanburður. Það er ekki lengur neitt, sem var áðan eða verður bráðum. Augnablikið eitt ríkir. Yzt við haf mynda tíu hús óreglulegan hring um dálitla tjörn. Þeir, sem hér eiga heima, telja sig niðja þeirrar greinar á þjóðstofni Eskimóa, sem hélt frá Alaska norður fyrir Grænland og þræddi síðan með ströndum fram suður á bóginn. Þetta fólk hefur ávallt verið dálítið út af fyrir sig hér úti, og aðrir hafa verið svo hyggnir að troða því ekki um tær. Þetta eru allt börn eða barnabörn eða að minnsta kosti barnabarnabörn særinga- manna og manndrápara, að sagt er, og það er eins og eitthvað af myrkraverk- unurn loði enn við þennan stað. Það var skúraveður og skuggsýnt um nóttina, þegar mér var hleypt á land. Það lá undir eins við, að ég hrasaði um grindhoraða hunda, sem hringuðu sig saman í skafli. Og hvaða erindi átti ég líka hingað -—- hví var ég að þrengja mér inn í þetta litla samfélag af éin- skærri forvitni? Það lá við, að ég sneri við og léti flytja mig brott. Fjöllin luktust til hálft um byggðina,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.