Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1967, Qupperneq 78

Andvari - 01.10.1967, Qupperneq 78
180 SVEN HAVSTEEN-MIKKELSEN ANDVARl sem steinþögðu, fitja upp á trýnið og fljúgast á út af tík, það urgar í rólunni undir kvennabátnum, og konurnar hengja flíkurnar aftur til þerris. Þær skvaldra og hlæja, því að það er svo gaman, að ekkert varð af óveðrinu. Þorvaldur þræð- ir selskinn á húðkeipsgrind með hjálp tveggja gamalla kvenna. Þær taka píp- urnar út úr sér og beita tönnunum, þegar herða þarf að. Snjótittlingur þeytir sönglist sína. Tíminn líður. Veiðimennirnir taka sig upp með allt, sem þeir eiga — sleða, hundum og húðkeip er hrúgað saman í bát, ásamt tjaldi og svefnbúnaði, og kon- an og elztu börnin setjast undir árar, því að segldúkspjatlan, sem hengd hef- ur verið upp, nægir ekki. Sjálfur sezt veiðimaðurinn við stýrið. Það er liðið að surnri, kominn tími til að ferðast. Eina nóttina er ég úti í eyjaklasanum við Arkalúk. Erindi mitt er að sjá stað- inn, þar sem Maratse, særingamaðurinn mikli, átti heima hluta af ævi sinni. Við tyllum okkur niður í rústum húss hans og gerum okkur í hugarlund, hvernig lífið var, þegar hann ríkti hér. Það er kalt hér úti frá, hljótt og mikilfenglegt, loftið furðulega tært. En teistur, haftyrðl- ar og æðarfuglar renna sér yfir spegil hafsins — litlar, heitar og önnum kafnar verur. Ég átti fyrir löngu að vera farinn héð- an, en borgarísinn lokar fjörðunum. Svo er það laugardagskvöld. Ég sit inni í kennslustofunni, rýni í bækur og hripa minnisgreinar á blað. Ég þekki þessa stofu orðið vel. Kóngurinn og drottningin eru sitt hvorrar hliðar við svarta töfluna. Þau hafa sýnilega bæði fengið snert af gulu hér norður frá. Annars er hér ekkert inni nema borð og bekkir og stofuorgel frá Haslev. Jú —■ einu þilinu má ýta dl hlið- ar, brjóta það saman, og geri maður það, kemur í ljós kross, altari og grátur, svo að þetta hús er líka kirkja. Kennslustofan er ekki hituð upp, og ég ætla að ganga spottakorn, áður en ég smeygi mér niður í svefnpokann. Ég er ekki fyrr kominn út en ég verð þess áskynja, að hér er eitthvað á seyði, sem ég hef ekki kynnzt áður. Það er eins og einhver ógn liggi í loftinu. Svo heyri ég kveinstafi. Hátt óp kveður við, ég sé, hvar Filippó liggur á jörðinni. Hann er viti sínu fjær. Drengur situr við hliðina á honum og reynir að sefa hann — hann klappar honum og talar hughreystandi við hann. En Filippó veit ekki, hvað fram fer í kringum hann. Hann grætur hamstola, og þess á milli veinar hann og berst um á hæl og hnakka eins og krampaflog fari um hann. Mikiil hávaði heyrist úr næsta húsi. Hurðinni er hrund- ið upp, og Jósúa birtist í gættinni og ælir allt hvað af tekur yfir hundahóp, sem virð- ist hafa beðið eftir þessari hugnun, er hverfur líka á svipstundu. Dálítið fjær byltast tvær ungar, þreklegar stúlkur í snjóskafli. Þær reyna að hjálpa hvor ann- arri á fætur, en það mistekst — þær velta út af með bjánalegt bros á andlitinu. Lítill vesalingur, sem að jafnaði virðist með öllu hátterni sínu biðja afsökunar á því, að hann skuli láta sjá sig meðal manna, grípur andann á lofti og getur með naum- indum slagað fyrir húshornið, þar sem hann fagnar sigri sínum með fáeinum danssporum og einkennilegu hoppi, sem minnir á frosk. Og nú kemur kennarinn askvaðandi, skreflangur maður, sem hef- ur skyldum að gegna og veit, hvað til hans embættis heyrir, og sveiflar lika hand- leggjunum af miklum móði. Hann verð- ur að bregða sér frá annað veifið til þess að hringja stundabjöllunni. Þessi virðu- legi maður hrópar eitthvað til mín á dönsku, þegar hann kemur auga á mig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.