Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1967, Side 83

Andvari - 01.10.1967, Side 83
ANDVARI SUMAR Á SAURUM 185 14. júlí 1843, skrifar hann Jóni Sigurðs- syni forseta svohljóðandi bréf: Klæðabúðum,1) 3. hús, 2. 1. 14/7 43. Jón minn! Ef þú gætir með nokkru móti léð mér svo sem 1 eða 2 dali, væri mér mesta þökk á; ég sit í fullkominni sveltu, af því horngrýtis Rkm. (Rentukammerið) dregur mig. Verði ég svo óheppinn, að stelpan nái þér ekki heima, þá ætla ég að biðja þig blessaðan að senda mér ein- hver skeyti með Sörni í fyrra málið. Þinn J. Hallgrímsson. En nú er mestu bágindum og fjárhags- áhyggjum Jónasar lokið í bili. Hann er á leið til vinar síns í Sórey, og Kaup- mannahöfn er að baki. Framundan eru margar, langar sælustundir við hugljúft starf og margs konar gleðskap og skemmt- anir í fögru umhverfi meðal glaðværra vina. Það er því eðlilegt, að skáldinu sé létt í skapi og gleði og hýra skíni úr stórum, brúnum augunum, er það situr í póstvagninum þennan sólfagra síðsum- arsdag og virðir fyrir sér unaðslegan gróð- ur Sjálands. Jónas hugsar gott til þess að dveljast um sinn í ró og næði við hið kyrrláta, skógum kringda stöðuvatn, sem Sórey stendur við, róa um vatnið og reika um skógana, en horfa þess á milli yfir hina „lifandi kornstangamóðu", sem bylgjast í blænum á hinum frjósömu, sjálenzku ökrum. Þarna getur hann áreið- anlega komið miklu í verk, fyrst og fremst fengizt við islandica með Steenstrup, en ef til vill líka komið betra lagi á hið erfiða, en heillandi og stórbrotna verk, íslandslýsinguna, sem enn er í hálfgerð- um brotum. Og þess á milli, þegar bezt 1) KlæðabúSir: Galan, sem Jónas bjó við, nefndist á dönsku Klædeboderne. (2. 1. merkir loftið í húsinu, þar sem Jónas bjó). liggur á honum, getur hann svo máski fléttað fáeina Ijóðasveiga til Fjallkon- unnar í norðri, sem ávallt er hjarta hans kærst, og einnig til hennar, sem þar þreyr, og hann harmar alla daga. II Á dögum Jónasar Hallgrímssonar, á fyrri hluta 19. aldar, höfðu menn ekki uppgötvað né tekið hin dásamlegu og mikilvirku fréttatæki nútímans í þjón- ustu sína. Þá þekktist hvorki sími né út- varp né önnur þau fjölmiðlunartæki, sem nú þykja sjálfsögð og ómissandi. Helzta fréttatæki þess tíma var sendibréfið, sem um aldaraðir hafði gegnt því mikilvæga hlutverki að bera boð milli manna og flytja hugsanir þeirra. Og svo er sendi- bréfunum fyrir að þakka, að í þeim hef- ur varðveitzt margvíslegur fróðleikur, sem hvergi hefði annars verið skráður og glatazt hefði því komandi kynslóðum, hefði hann ekki verið skráður í sendi- bréfsformi. Af gulnum og máðum síð- um þeirra er sem við heyrum raddir löngu liðinna kynslóða, jafnt skáldsins og snillingsins og hins óbreytta alþýðu- manns. Jónas Hallgrímsson hafði ekki dvalizt lengi í Sórey, þegar hann greip pennann og skrifaði vinum sínum bréf, til þess að láta þá frétta af högum sínum, og svo til þess að fá fréttir frá þeim og biðja þá að útvega sér eitt og annað, einkum handbækur, kort og annað, sem hann þurfti að hafa undir höndum, til þess að geta unnið úr rannsóknargögnum sín- um. — Fyrsta bréf Jónasar frá Sórey er til Þórðar Jónassens,1) dagsett 26. sept. 1843. Við skulum nú grípa niður í bréfið og heyra, hvað hann hefur að segja vin- um sínum: 1) Þórður Jónassen, dómstjóri, (f. 26. febr. 1800, d. 25. ágúst 1880), varð stúdent frá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.