Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1967, Qupperneq 86

Andvari - 01.10.1967, Qupperneq 86
188 ÞORVALDUR SÆMUNDSSON ANDVARI leikið hefur verið víða hér á landi. Kynni Jónasar við þessa andans snillinga og ljúf- menni hafa án efa orðið honum mikil andleg uppörvun og glætt skáldhneigð hans, enda orti hann, meðan hann dvald- ist í sveitasælunni í Sórey, sum sinna beztu og hugljúfustu ljóða, svo sem Dal- vísur, Sláttuvísur, Ég bið að heilsa og ef til vill kvæðaflokkinn Annes og eyjar, og sennilega fleiri. Einnig má vera, að hann hafi samið gamanbréfið alkunna um ferð Englandsdrottningar til Frakk- lands þetta sumar eða haust í Sórey, því að hann segir í bréfinu til Páls Melsteðs, 27. sept., að hann hafi sent Jóhanni Briem1) það, og hefur Jónas þá líklega verið nýhúinn að skrifa það. Nokkru seinna, eða í byrjun marz 1844, sendir hann Konráði Gíslasyni í gamansömu bréfi þessa sömu frásögn af ferðalagi drottningarinnar. Hvort Jónas hefur orðið fyrir beinum áhrifum af skáldskap Ingemanns eða Hauchs, skal ósagt látið. Ekki þarf það að vera um annan eins snilling og Jónas var, enda hafði hann alllöngu áður fengizt nokkuð við fleiri skáldskaparform en ljóðagerðina eina, þar eð hann hafði samið smásöguna Grasa- ferð og fleiri smásögur og ævintýri. En ekki er ólíklegt, að kynni þessara góð- skálda og hin margvíslegu ritstörf hinna dönsku skáldsnillinga, er Jónas komst þarna í bein kynni við, sérstaklega sagna- og leikritagerð Hauchs, hafi ýtt undir Jónas að skrifa eitthvað meira í því formi. í bréfi til Páls Melsteðs yngra, dag- 1) Jóhann Briem prestur (f. 19. apríl 1801, d. 6. marz 1880), tók stúdentspróf í Dan- mörku 1820 og lauk guðfræðiprófi við Kaup- mannahafnarháskóla 1826. Var prestur í Dan- mörku (m. a. i Koustedsprestakalli frá 1835— 1854). Jóhann orti nokkuð, samdi leikrit og ritgerðir á dönsku. (íslenzkar æviskrár eftir P. E. Ó.) settu í Kaupmannahöfn 5. júlí 1844, bregður Jónas upp skemmtilegri svip- mynd af skáldunum Hauch og Inge- mann. Honum farast svo orð um þá: ... Þú spyrð mig um þá Ingemann og Hauch. EI. er allraelskulegasti maður; hann er hár og grannur og ólánlega vax- inn, allra manna svartastur, blakkur og suðrænn í útliti, og sérlega fallega-ljótur, eins og þú þekkir, með fjarska stórt nef og efra tanngarð, og allra manna stór- eygðastur og úteygðastur; og samt sem áður þarf ekki nema líta á hann, til að sjá hann er fluggáfaður. Hann er svo mikill ákafamaður í tali, að hann varla kemur öllum orðum út, og blæs þá eins og móður hestur; og svo er hann stund- um líkur Shakespeare, að hann segir t. a. m. á einum stað í Sveini Gratha: ,,för skal du fange Vindens Hest paa Heden, og binde den til Maanens blege Horn, end du formaar" o. s. frv. Honum mættu tveir harmar í vetur; hann missti dóttur sína, og konan hans skrifaði Novelle. Ingem. er allra-mesti spilagosi, stuttur og stubbaralegur, með mikið hár og úfið, sem hefur verið bjart, en er nú farið að grána; hann hefur breitt andlit, flatt, bratt og lágt nef og mikið enni, lítil, grá, lífleg og skýrleg augu; hann er afar-fljótmæltur og veður svo hvað úr öðru, að það er oft illt að fylgja honum; hann er fyndinn og smáertinn, og ófús á að tala um skáldskap. Hann segir, að einu sinni hafi þeir verið á ferð saman, vindurinn og djöfullinn, og þegar þeir komu að horninu á húsinu hans Hjorts1) (þar er ævinlega götusúgur), þá 1) Peter Hjort (þýzki Hjörtur) var kenn- ari við „akademíið" í Sórey. Hinn meinyrti „brandari" Ingeinanns um Hjort skilst, ef það er haft í huga, að deila mikil reis upp milli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.