Andvari - 01.10.1967, Qupperneq 87
ANDVARI
SUMAR Á SAURUM
189
hafi djöfullinn sagt: „Bíddu mín hérna,
vinur minn! meðan ég bregð mér inn
til kunningja mins“, — en hann er lík-
lega ekki kominn út aftur enn! . . .
Efalaust hefur Jónas Hallgrímsson
kunnað vel að meta þær fáu unaðsstundir,
sem örlögin leyfðu honum að njóta þessa
skammvinnu sæludaga í Sórey. Þarna
hefur hann m. a. kynnzt ungu og glað-
væru fólki, sem heillazt hefur af honum
engu síður en hann af því, og sennilega
hafa sumar stúlkurnar, sem hann reri
með á báti um vatnið, ekki látið hjarta
hans með öllu ósnortið. Af því fara hins
vegar fáar sögur. Eina heimildin um það
eru þrjár stökur á dönsku, sem hann
sendir vini sínum, Konráði Gíslasyni, í
bréfi 3. marz 1844. Stökurnar eru svo-
hljóðandi:
Ja, vidste Du, Ven, hvor mangefold
man pröver i fremmede Lande!
Han* 1) kasted i Natten en gylden Bold
og traf min glödende Pande.
Og nu — jeg ved hverken ud eller ind —
jeg styrter igennem Skoven
og söger min hvide, min dejlige Hind,
rnens Stjernerne blinke foroven.
O Guder! Saa skuer jeg Skovens Mö
i Söen hag skyggende Lunde.
Hallo! Det er ude — ak, jeg maa dö!
Nu jage mig Nymfernes Hunde.
Og skáldið bætir við: — Þetta kemur
nú út af því að vera að flana á vikivaka
á föstunni, og rétt gerði Kristján 6., að
kennara skólans urn stjórn og fyrirkomulag
hans, en mikið agaleysi hafði ríkt þar. Vildi
Hjort láta aðskilja „akademíið" og lærða skól-
ann, en það vildu hinir kennaramir ekki. Fór
stjórnin samt að tillögum Hjorts og gekk skiln-
aðarmálið fram 3. marz 1844. „Breyttist þá
skólahaldið og féll allt í ljúfa löð meðal kennara
og nemenda, nema að því leyti, er Hjort snerti",
segir M. Þ. í ævisögu J. H.
1) Sennilega ástarguðinn Eros.
taka þá af á Islandi. Hún heitir, held ég,
jómfrú Jessen frá Slagelse, og þó er, satt
að segja, fallegri prestsdóttirin með
sunnan- og norðan-brjóstin sín.
Þetta, um prestsdótturina með sunnan-
og norðan-brjósdn, skýrist, ef lesið er
annað bréf, sem Jónas skrifar Konráði,
(sennilega 1—2 dögum fyrr) einnig í
byrjun marz 1844. Þar segir hann m. a.:
— Enginn ykkar hefur orðið svo frægur
að sjá prestsdótturina í Munkebjcrg-by.
Ég ræðst ekki í að lýsa henni (henni
jómfrú Louise), því þið þarna bæjarmenn
forstandið ykkur ekki uppi á landið, en
ég segi ykkur svona í trúnaði, að hún
sagði mér sér þætti undarlegt, að Jótar
þekktu ekki hægri né vinstri hlið og
miðuðu allt við veraldaráttirnar, svo að
til að mynda prestskonur á Jótlandi segðu
við brjóstbörn: Nu slap det, din Patte-
sjæl! Saadan, kom saa her over paa det
nörre Bryst!
III
Fátæktin var löngum fylgikona Jón-
asar Elallgrímssonar. Hann fékk aldrei
fastlaunað embætti, hvorki í Danmörku
né á Islandi. Helzta fjárhagsleg viður-
kenning, sem hann fékk fyrir ritstörf
sín, voru 200 rikisdalir, sem Rentu-
kammerið greiddi honurn árlega fyrir Is-
landslýsinguna. En slík sultarlaun voru
honum alsendis ónóg til þess að geta
lifað mannsæmandi lífi, eins og glögg-
lega kemur fram í bréfum hans hér að
framan. Jónas mun því, einkum síðustu
árin, sem hann lifði, hafa alvarlega verið
að hugsa um að sækja um fast embætti
hér heima á íslandi. Á þeim tímum höfðu
stúdentar frá Bessastaðaskóla rétt til
prestsembætta á íslandi.1) Jónas mun
1) Steingrímur Jónsson biskup skrifaði upp
á burtfararvottorð Jónasar úr Bessastaðaskóla,
1. júlí 1829, og veitti hann þá Jónasi sama dag