Andvari - 01.10.1967, Page 89
ANDVAKI
SUMAR A SAURUM
191
Sárey á Sjálandi um 1840.
. . . Bráðum verður sett gymnasium
heima, segir þú, og ég muni geta farið
úr görmunum!; ertu að gjöra gabb að
mér? Þú mátt úr flokki tala, sem hefur
að vísu embætti að ganga; — guð láti
aldrei drambsemis-djöfulinn snúa þér frá
því, sem við höfum báðir álitiÖ sóma vorn
og heiður hingað til, að kenna ungum
Islendingum, — þú hefur, segi ég, að
embætti að ganga og efar þig — og ég
vildi heldur geta orðið kennari við góðan
skóla á Islandi en allt annað. Þar get ég
enn unnið skamma eða langa stund,
hver veit nema 20 ár, ef guð vildi lofa,
og hvað mætti þá ekki vera létt upp kol-
dimmunni úr íslandi, — helvizkri holta-
þokunni, sem felur bæði líkama og anda.
— Höfum við ekki sagt, að landið er
fagurt og frítt, hefur þú ekki sagt þaÖ
sjálfur? En hver skilur fegurðina, nerna
hann geti notiÖ náttúrunnar jafnframt
með viti og þekkingu, því eintóm mann-
leg tilfinning, sem hefur lifað í okkar
unglingum, deyr út aftur með líkaman-
um, ef hún er ekki studd við þekkingu
og djúpa ást á útborði andans. Þú átt að
komast í skólann, hvað sem mér líður,
en þú átt líka að koma mér þangaÖ, ef
þú getur. — Þú átt, til að mynda, ekki
að láta sleppa úr hendi þér annað eins
tækifæri og þegar Engelstoft spurði um
Fuglepræ til að koma mér inn og fyrst
og fremst að ná embættinu. Settu allt á
stað til að koma því í lag. — Ég skal
koma á eftir og sprengja öll púÖurgöngin,
— en kem nú, sem stendur, ekki við að
grafa þau. Segðu Bryn. og séra Pétri og
hverjum, sem gagn er að, allt þetta sama.