Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1967, Síða 90

Andvari - 01.10.1967, Síða 90
192 ÞORVALDUR SÆMUNDSSON ANDVARI Ég get kennt náttúrusögu og náttúru- fræði (Naturhist. og Fysik), jarðfræði og hvað, sem vill af mælingu og reikningi. Ég hef grannkynnt mér hér einhvern bezta skólann í Danmörku meir en hálft ár og hef enn heilt ár eða meira til að kynna mér skólana í Höfn, sem ég á nú tækifæri til að umgangast beztu kenn- arana við. Tefðu ekki við að fara að grafa undir fyrir mig, ef það er meira en hégilja, að jni vildir eiga mig í verki með jrér. Hér ríður á að reisa embættið, jrá er ég sem sten(dur) maðurinn. Gáðu að því, að ég, meðal annars, þekki allt ís- land og flesta menn á íslandi og er vin- sæll, og eini maðurinn sem stendur, sem gæti komið í lag náttúrusafni heima, ef ég fengi tóm og húsrúm. Hér ríður mest á, að láta ekki loka fyrr en ég kemst að.... 1 bréfi til Jóns Sigurðssonar forseta sama dag, 15. marz, segir Jónas þetta m. a.: . . . Veiztu nokkuð um skólann heima, og um allt það mál? Ég geri ráð fyrir hnífurinn standi enn í jressari gamalkú. Myndi nú ekki tími til að koma ein- hverri hreyfingu á það, meðan þeir eru að gutla við Gymnasierne hérna í Dan- mörku. Eitthvað verður þó úr að ráða, og ég sé ekki, hvernig skólastjórnarráðið fer að forsvara að láta alla endurbót drag- ast svona ár frá ári. Ef j>ú skyldir vita nokkuð, hvað þessu líður, og hvað vera muni í brugg-gerð um fyrirkomulagið, ef nokkuð er, þá væri mér þökk á, þú vildir stinga því að mér. Mér er nefni- lega, þér að segja, heldur í mun, að kom- ast þar einhvers staðar að, með dálítið af Naturhistorie og Fysik og Geografi, og koma jafnframt á stofn náttúrusafni við skólann, sem enginn myndi eiga hægara með en ég, þar sem ég þekki svo marga, sem fegnir vildu leggja sitt hvað til, bæði gefins og í skiptum fyrir allra handa islandica. Ég er hræddastur af öllu um húsrýmið, ef ekkert tillit yrði tekið til slíks um leið og nýja skólahúsið er byggt. Hvernig myndi gjörlegast að minna við- komendur á það? Húsrýmið þarf lítið sem ekkert að auka, ef rétt er á haldið og tillit tekið til safnsins, þegar byggt er; því það er alkunnugt, að slík söfn prýða fremur stofur en lýta, og geta vel verið í þeim stofum, sem ekki eru brúkaðar dags daglega (til að mynda samkomu- stofu kennaranna, korridor etc.). . . . En þó að Jónas og vinir hans ræddu þetta merka framfaramál fram og aftur í bréfum sinum, var hér við ramman reip að draga. Stjórnarvöldin, sem mál þetta heyrði undir, voru treg og svifasein og sparnaðarsjónarmiðið var þá allsráðandi á flestum sviðum. Þeir háu herrar í Kaup- mannahöfn, sem mestu réðu um fram- gang þessa máls, hafa sjálfsagt talið ein- hvers annars frekar þörf en fara að troða naturhistorie, fysik og geografi í unga Islendinga, jafnvel þótt kennarinn væri Jónas Hallgrímsson. En Jónasi er þetta ekkert hégómamál. Hann skilur manna bezt nauðsyn þessa og skynjar af skarp- skyggni sinni og framsýni, að fræðsla í þessum greinum jrarf nauðsynlega að komast á og mun verða upp tekin í ís- lenzkum skólum fyrr eða seinna, á sama hátt og hann skynjar, að „fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn, þegar aldir renna". Og næst beinir hann máli sínu til lögfræðingsins og fjármálasér- fræðings þeirra Fjölnismanna, Brynjólfs Péturssonar, sem á innangengt í ýmsar stjómardeildir í Kaupmannahöfn, og ræðir um, í bréfi dags. á páskadag 1844, hvað hann telji helzt til ráða í þessu efni og hvaða leiðir séu vænlegastar, til þess að hrinda málinu í framkvæmd. Hann skrifar Brynjólfi svo um þetta mál: . . . Ég lofaði þér bréfi um daginn og sveik þig þá og kem ekki við að skrifa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.