Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1967, Síða 92

Andvari - 01.10.1967, Síða 92
194 ÞORVALDUR SÆMUNDSSON ANDVARI verði kennd heima; en mér finnst það einhvern veginn vera fruntalegt, og að ég komist ekki beinlínis að því máli, fyrr en direktionin væri fyrst búin að ákvarða um þessa kennslugrein, og að ég geti þá fyrst sótt um embættið, eða hvað sýnist þér? En til að koma fótum undir þetta mál og fá d. til að stofnsetja þessa kennslugrein, til þess þarf einhvern, sem er ofar á strái en ég; nánustu forstöðu- menn skólans, — skólinn sjálfur og stifts- yfirvöldin — ættu að gera það, eða rétt- ara sagt vera búin að því. Hvað held- urðu, ætli það væri nema til tómrar bölv- unar að koma einhverjum artikula um þetta inn í blöðin?; heldurðu ekki, hvað vel og varlega, sem hann væri saminn, að það yrði að minnsta kosti til litils gagns? En getur þú með öngvu móti kom- izt eftir, hvort nokkuð eða ekkert hefur verið ráðgert um þetta í direktioninni? ... Þunglyndið, sem þjáði Jónas ávallt í skammdeginu, a. m. k. hin síðustu ár ævinnar, virðist ekki hafa með öllu yfir- gefið hann þennan vetur í Sórey, þótt sennilega hafi hann verið glaðari í hragði þar en oftast áður, eftir að fátækt, sjúk- leiki og vinamissir höfðu sett mark sitt að ráði á hann. Til þessara þunglyndis- kasta benda fáein ummæli í bréfum hans frá þessum tíma. Eitt af bréfum hans til Jóns Sigurðssonar, dags. 15. marz 1844, endar á þessum dapurlegu orðum: . . . Mig er nú farið að langa mikið eftir póstskipinu. Ég finn glöggt á mér, að ég frétti eitthvað ljótt með því, annað- hvort Heklugos eða manndauða eða „i al Fald“ einhvers vinamissi. Mér sýnist mál það fari nú að koma.... Og í bréfi til Páls Melsteðs yngra, dags. í Kaupmannahöfn 5. júlí 1844, er þessi fáorða lýsing á Sórey: . . . Saurar liggja lágt, og loftið er þar óhollt og þokusælt, en fallegt er þar í kring. Andinn í bænum er heldur en ekki smákaupstaðarlegur, og ekki held ég vísindi geti vel þrifizt nema í stór- borgum, eða þá fyrir einstaka menn í sveitaró. . . . Af þessum ummælum Jónasar virðist helzt mega ráða það, að hann hafi verið búinn að fá nóg af róseminni í Sórey í bráð og ekki talið sér henta að vinna öllu lengur að ritstörfum sínum þar, enda hafði Jónas að mestu lokið við að rita sinn hluta bókar þeirrar, er þeir Steenstrup unnu að í félagi.1) Við samn- ingu íslandslýsingarinnar þurfti Jónas líka oft á ýmsum gögnum að halda, sem aðeins voru fáanleg í Kaupmannahöfn. Idonum hefur sjálfsagt þótt bagalegt að þurfa sí og æ að vera að kvabba á vinum sínum að útvega sér og senda þessi gögn til Sóreyjar. Hitt er efalaust, að kyrrð og ró sveitalífsins hafa verið honum miklu hollari og heilsusamlegri en ys og þys stórborgarlífsins í Kaupmannahöfn. Og loks er veturinn liðinn og nýtt vor komið í Sórey. Skógarnir byrja að laufgast á ný og animónurnar stinga koll- inum upp úr moldinni. Allt er þrungið nýju lífi, ilmi og angan hins unaðslega vors. Jónasi hefur liðið vel þá 9 mánuði, sem hann hefur dvalizt þarna úti í sveitinni hjá góðum vinum við ánægju- leg og árangursrík vísindastörf. Hann hefur áður haft lítið af raunverulegu og góðu heimilislífi að segja, því að hann hefur verið einmana og einstæðingur mestan hluta ævinnar. En hér hjá Steen- strup og konu hans hefur hann notið hlýju heimilislífsins og vinsemdar og virðingar í hvívetna. Steenstrup mun 1) Þeir hugðust nefa þessa bók Islands Na- turforhold. Bók þessi var aldrei gefin út.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.