Andvari - 01.10.1967, Side 99
ANDVARI
GRAS OG GRASNYTJAR
201
Dynskógar eru dæmi um víðáttumikið
gróðursvæði, sem virðist hafa eyðst.
Enn ber þess að geta, að til eru gróður-
leifar á annars örfoka svæðum, sem benda
til þess, að nærliggjandi svæði hafi einnig
getað verið gróin. Má sömuleiðis víða
finna nýleg lurkalög í jörðu eða kola-
grafir, sem benda til þess, að þar hafi
áður vaxið skógur, þó land sé þar nú ör-
foka. Þá hafa og rannsóknir á frjókornum
í jarðvegi leitt í ljós miklar gróðurfars-
breytingar eftir landnám. Hefur Þorleif-
ur Einarsson dregið þær ályktanir af frjó-
kornarannsóknum sínum, að 34 hlutar
landsins hafi verið grónir á landnámsöld
og % hlutar alls gróins lands hafi orðið
uppblæstri að bráð.1)
Enn má fara nærri um, hver séu hin
eðlilegu gróðurmörk eða þau mörk, þar
sem áhrif hæðarinnar og önnur kjör tak-
marka vöxt samfellds gróðurs. Yfir 600
m hæð er lítið um samfelldan gróður, en
flatarmál þess lands, sem liggur neðan
við þau hæðarmörk, er 64.000 km2. —
Til þess að reikna út gróinn hluta þess
lands, þarf að draga frá ár og vötn, ný
hraun, jökla, sanda og um helming
auðna. Verða þá afgangs tæpir 40.000
km2, sem ætla má, að hafi getað verið
grónir, en það er tvisvar sinnum stærra
gróðurlendi en er á Islandi í dag, en auk
þess er nokkur gróður ofan 600 m hæðar.
A þeim rúmum 1000 árum, sem mað-
urinn hefur búið hér á landi mætti því
ætla, að yfirborð gróðurlendis hafi minnk-
að úr 40.000 knr í 20.000 km2, en það
þýðir að eyðzt hafi 20.000 km2 gróins
lands á undanfarandi 1000 árum og upp-
blásturshraðinn (þ. e. a. s. stærð þess gróð-
urlendis, sem blæs árlega) hafi þess vegna
1) Þorleifur Einarsson 1962, Vitnisburður
frjógreiningar um gróður, veðurfar og landnám
á íslandi, Saga, bls. 442—469.
að jafnaði verið 20 km2 á ári. Sé hin ár-
lega eyðing miðuð við 20.000 km2 sem
nú eru taldir vera grónir, nemur árlegur
uppblástur einu pro mill af hinu gróna
landi. (Til hægðarauka við þá útreikn-
inga, sem fara hér á eftir mætti gera þær
ráðstafanir gagnvart flatarmáli ræktaðs
lands, að áætla flatarmál gróðurlendis
rúmlega 40.000 km2 í upphafi byggoar
og af því hafi skjótt eftir landnám verið
ræktaðir 66 km. — Nú sé gróðurlendið
20.900 km2 og túnin 900 km2 að flatar-
máli, en úthaginn hafi eftir sem áður
minnkað úr 40.000 í 20.000 km2).
Eitt vitni enn bendir til þess, að landið
hafi verið hulið víðlendari gróðursvæðum
á landnámsöld. Er það misþykknun jarð-
vegs á ýmsum tímum eftir síðustu ísöld.
Ilefur verið sýnt frarn á það, einkum
með öskulagarannsóknum, að jarðvegs-
þykknun hafi verið mjög hæg fyrir land-
nám, eða numið um 0.1 mm á ári, en
eftir landnám hafi hún örvazt að mun og
einkum þó á síðari öldum. Fyrir landnám
hafi meira jafnvægi ríkt milli uppgræðslu
og áfoks, en eftir landnám hafi áfokið
aukizt vegna aukins uppblásturs, sem
örvast enn þegar líður á miðaldir.1)
Misþykknun jarðvegs gefur því nokkr-
ar bendingar um, hver uppblásturshraðinn
hefur verið. Ber þá enn að sama brunni,
því að síðustu 100 árin er talið, að jarð-
vegsþykknunin hafi numið um 1 mm á
ári að jafnaði. Nú er það hins vegar ekki
fjarri sanni, að meðalþykkt jarðvegs sé
um 1 m. Síðastliðin 100 ár hefur jarðveg-
urinn því þykknað um eitt pro mill á
ári, en það efni má að líkindum telja að
mestu komið úr öðrum jarðvegi, sem er
að eyðast.
Eðlilega eru þetta ekki rnjög nákvæm-
1) Sigurður Þórarinsson 1961, Uppblatur á
íslandi í ljósi öskulagarannsókna.