Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1967, Page 99

Andvari - 01.10.1967, Page 99
ANDVARI GRAS OG GRASNYTJAR 201 Dynskógar eru dæmi um víðáttumikið gróðursvæði, sem virðist hafa eyðst. Enn ber þess að geta, að til eru gróður- leifar á annars örfoka svæðum, sem benda til þess, að nærliggjandi svæði hafi einnig getað verið gróin. Má sömuleiðis víða finna nýleg lurkalög í jörðu eða kola- grafir, sem benda til þess, að þar hafi áður vaxið skógur, þó land sé þar nú ör- foka. Þá hafa og rannsóknir á frjókornum í jarðvegi leitt í ljós miklar gróðurfars- breytingar eftir landnám. Hefur Þorleif- ur Einarsson dregið þær ályktanir af frjó- kornarannsóknum sínum, að 34 hlutar landsins hafi verið grónir á landnámsöld og % hlutar alls gróins lands hafi orðið uppblæstri að bráð.1) Enn má fara nærri um, hver séu hin eðlilegu gróðurmörk eða þau mörk, þar sem áhrif hæðarinnar og önnur kjör tak- marka vöxt samfellds gróðurs. Yfir 600 m hæð er lítið um samfelldan gróður, en flatarmál þess lands, sem liggur neðan við þau hæðarmörk, er 64.000 km2. — Til þess að reikna út gróinn hluta þess lands, þarf að draga frá ár og vötn, ný hraun, jökla, sanda og um helming auðna. Verða þá afgangs tæpir 40.000 km2, sem ætla má, að hafi getað verið grónir, en það er tvisvar sinnum stærra gróðurlendi en er á Islandi í dag, en auk þess er nokkur gróður ofan 600 m hæðar. A þeim rúmum 1000 árum, sem mað- urinn hefur búið hér á landi mætti því ætla, að yfirborð gróðurlendis hafi minnk- að úr 40.000 knr í 20.000 km2, en það þýðir að eyðzt hafi 20.000 km2 gróins lands á undanfarandi 1000 árum og upp- blásturshraðinn (þ. e. a. s. stærð þess gróð- urlendis, sem blæs árlega) hafi þess vegna 1) Þorleifur Einarsson 1962, Vitnisburður frjógreiningar um gróður, veðurfar og landnám á íslandi, Saga, bls. 442—469. að jafnaði verið 20 km2 á ári. Sé hin ár- lega eyðing miðuð við 20.000 km2 sem nú eru taldir vera grónir, nemur árlegur uppblástur einu pro mill af hinu gróna landi. (Til hægðarauka við þá útreikn- inga, sem fara hér á eftir mætti gera þær ráðstafanir gagnvart flatarmáli ræktaðs lands, að áætla flatarmál gróðurlendis rúmlega 40.000 km2 í upphafi byggoar og af því hafi skjótt eftir landnám verið ræktaðir 66 km. — Nú sé gróðurlendið 20.900 km2 og túnin 900 km2 að flatar- máli, en úthaginn hafi eftir sem áður minnkað úr 40.000 í 20.000 km2). Eitt vitni enn bendir til þess, að landið hafi verið hulið víðlendari gróðursvæðum á landnámsöld. Er það misþykknun jarð- vegs á ýmsum tímum eftir síðustu ísöld. Ilefur verið sýnt frarn á það, einkum með öskulagarannsóknum, að jarðvegs- þykknun hafi verið mjög hæg fyrir land- nám, eða numið um 0.1 mm á ári, en eftir landnám hafi hún örvazt að mun og einkum þó á síðari öldum. Fyrir landnám hafi meira jafnvægi ríkt milli uppgræðslu og áfoks, en eftir landnám hafi áfokið aukizt vegna aukins uppblásturs, sem örvast enn þegar líður á miðaldir.1) Misþykknun jarðvegs gefur því nokkr- ar bendingar um, hver uppblásturshraðinn hefur verið. Ber þá enn að sama brunni, því að síðustu 100 árin er talið, að jarð- vegsþykknunin hafi numið um 1 mm á ári að jafnaði. Nú er það hins vegar ekki fjarri sanni, að meðalþykkt jarðvegs sé um 1 m. Síðastliðin 100 ár hefur jarðveg- urinn því þykknað um eitt pro mill á ári, en það efni má að líkindum telja að mestu komið úr öðrum jarðvegi, sem er að eyðast. Eðlilega eru þetta ekki rnjög nákvæm- 1) Sigurður Þórarinsson 1961, Uppblatur á íslandi í ljósi öskulagarannsókna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.