Andvari - 01.10.1967, Page 103
ANDVARI
GRAS OG GRASNYTJAR
205
jarða, en þeirra áhrifa gætir minna, þegar
bornar eru saman heilar sýslur.
Misræmi í hlutfalli fólksfjölda og
hundraðatals gæti bent til þess, að bænd-
ur á Vestur- og Norðausturlandi hafi búið
við lakari kjör en bændur í lágsveitum,
eða lágsveitarjarðarirnar ekki verið eins
vel nýttar og ekki eins þéttbýlar og efni
og landgæði leyfðu á þessum tíma vegna
annarra þjóðfélagslegra áhrifa. Eins mætti
telja það sennilega skýringu, að síðast-
nefndar jarðir hafi raunverulega rýrnað
að landsgæðum frá því þær voru metnar,
enda þótt gömlu jarðamati væri enn hald-
ið við, þannig að þær gátu raunverulega
ekki fætt fleira fólk um 1800 en raun bar
vitni um. Samfara því gátu sameigin-
legir afréttir verið orðnir rýrari í þeim
sýslum eða leyft minni afnot miðað við
hvert jarðarhundrað borið saman við af-
rétti á Vestur- og Norðausturlandi. Mætti
þá ætla, að jarðarhundruðin í Skagafirði
og Arnessýlu hefðu rýrnað að gæðum og
framfærslugetu um helming eða meira,
og þá væntanlega af uppblæstri og
áníðslu.
fdvað sem þessu líður er þó auðséð af
jarðartali Johnsens, að á Vestur- og Norð-
austurlandi tókst mönnum að framfleyta
lífinu á jarðarhundraði um aldamótin
1800, og er orsökin ef til vill í og með
sú, að í þessum héruðum standa þá meiri
og betri afréttir með hverju jarðarhundr-
aði en í öðrum sýslum. En vissulega
kreppti oft hart að mönnum einmitt í
þessum landshlutum og margar jarðir
voru á takmörkum þess að geta framfleytt
ábúendum, ef eitthvað harðnaði í ári.
Hefur afkoma manna, sem þurftu að lifa
á jarðarhundraði oft ekki verið neitt alls-
nægtalíf. Nokkrar líkur benda þó einmitt
til þess, að þetta hlutfall milli jarðarmats
og fólksfjölda hafi í upphafi byggðar haft
almennara gildi.
Mætti því líta svo á, að í upphafi
byggðar hér á landi hafi landsgæði verið
nægilega mikil hvarvetna, til að einstakl-
ingurinn gæti lifað af jarðarhundraði, en
þegar fram liðu stundir hafi þetta orðið
æ erfiðara við það, að gróðurfar rýrnaði,
enda þótt jarðir héldu flestar enn gömlu
mati, og er ástandið orðið þannig um
1800, að einstaklingurinn þarf að meðal-
tali að hafa hálft annað hundrað í jörð-
um til þess að hafa sómasamlega afkomu.
Tilgátur um fólksfjölda á íslandi í lok
landnámsaldar.
Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til þes
að geta sér til um mannfjölda á Islandi
í lok landnámsaldar, og þykja þær niður-
stöður margar vafasamar. En útreikning-
ar Björns M. Ólsens á fólksfjölda í lok
11. aldar eru þó sennilegir. Byggir hann
þá á manntali Gizurar biskups Isleifs-
sonar.1)
Áður en biskupsstóll var settur að Hól-
um árið 1106 lét Gizur telja alla þing-
fararkaupsbændur á landinu. Er talið, að
þeir hafi verið 4560. Eftir þessu reyndi
Björn M. Ólsen að reikna mannfjöldann
á landinu, sem honum taldist vera rúm-
lega 77 þúsund.2)
Aðrir hafa vefengt þessa útreikninga
og talið þá ýmist of háa eða of lága.3)
Hafa niðurstöður af útreikningum manna
á fólksfjöldanum hlaupið á tölum frá 50
upp í 105 þúsund og sumir ekki talið
fjarri lagi, að hún eigi að vera 70 til 80
þúsund.4) Þessar ályktanir koma mjög vel
1) Islendingabók Ara fróða, 10. kap., Bisk-
upasögur I, bls. 28, 69.
2) Safn til sögu íslands IV, 342—356.
3) Ólafur Lárusson 1944: Byggð og Saga,
bls. 35.
4) Sigurður Þórarinsson 1956: Island Þjóð-
veldistímans og menning í ljósi landfræðilegra
staðreynda, Skírnir, bls. 236—248.