Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1967, Qupperneq 103

Andvari - 01.10.1967, Qupperneq 103
ANDVARI GRAS OG GRASNYTJAR 205 jarða, en þeirra áhrifa gætir minna, þegar bornar eru saman heilar sýslur. Misræmi í hlutfalli fólksfjölda og hundraðatals gæti bent til þess, að bænd- ur á Vestur- og Norðausturlandi hafi búið við lakari kjör en bændur í lágsveitum, eða lágsveitarjarðarirnar ekki verið eins vel nýttar og ekki eins þéttbýlar og efni og landgæði leyfðu á þessum tíma vegna annarra þjóðfélagslegra áhrifa. Eins mætti telja það sennilega skýringu, að síðast- nefndar jarðir hafi raunverulega rýrnað að landsgæðum frá því þær voru metnar, enda þótt gömlu jarðamati væri enn hald- ið við, þannig að þær gátu raunverulega ekki fætt fleira fólk um 1800 en raun bar vitni um. Samfara því gátu sameigin- legir afréttir verið orðnir rýrari í þeim sýslum eða leyft minni afnot miðað við hvert jarðarhundrað borið saman við af- rétti á Vestur- og Norðausturlandi. Mætti þá ætla, að jarðarhundruðin í Skagafirði og Arnessýlu hefðu rýrnað að gæðum og framfærslugetu um helming eða meira, og þá væntanlega af uppblæstri og áníðslu. fdvað sem þessu líður er þó auðséð af jarðartali Johnsens, að á Vestur- og Norð- austurlandi tókst mönnum að framfleyta lífinu á jarðarhundraði um aldamótin 1800, og er orsökin ef til vill í og með sú, að í þessum héruðum standa þá meiri og betri afréttir með hverju jarðarhundr- aði en í öðrum sýslum. En vissulega kreppti oft hart að mönnum einmitt í þessum landshlutum og margar jarðir voru á takmörkum þess að geta framfleytt ábúendum, ef eitthvað harðnaði í ári. Hefur afkoma manna, sem þurftu að lifa á jarðarhundraði oft ekki verið neitt alls- nægtalíf. Nokkrar líkur benda þó einmitt til þess, að þetta hlutfall milli jarðarmats og fólksfjölda hafi í upphafi byggðar haft almennara gildi. Mætti því líta svo á, að í upphafi byggðar hér á landi hafi landsgæði verið nægilega mikil hvarvetna, til að einstakl- ingurinn gæti lifað af jarðarhundraði, en þegar fram liðu stundir hafi þetta orðið æ erfiðara við það, að gróðurfar rýrnaði, enda þótt jarðir héldu flestar enn gömlu mati, og er ástandið orðið þannig um 1800, að einstaklingurinn þarf að meðal- tali að hafa hálft annað hundrað í jörð- um til þess að hafa sómasamlega afkomu. Tilgátur um fólksfjölda á íslandi í lok landnámsaldar. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til þes að geta sér til um mannfjölda á Islandi í lok landnámsaldar, og þykja þær niður- stöður margar vafasamar. En útreikning- ar Björns M. Ólsens á fólksfjölda í lok 11. aldar eru þó sennilegir. Byggir hann þá á manntali Gizurar biskups Isleifs- sonar.1) Áður en biskupsstóll var settur að Hól- um árið 1106 lét Gizur telja alla þing- fararkaupsbændur á landinu. Er talið, að þeir hafi verið 4560. Eftir þessu reyndi Björn M. Ólsen að reikna mannfjöldann á landinu, sem honum taldist vera rúm- lega 77 þúsund.2) Aðrir hafa vefengt þessa útreikninga og talið þá ýmist of háa eða of lága.3) Hafa niðurstöður af útreikningum manna á fólksfjöldanum hlaupið á tölum frá 50 upp í 105 þúsund og sumir ekki talið fjarri lagi, að hún eigi að vera 70 til 80 þúsund.4) Þessar ályktanir koma mjög vel 1) Islendingabók Ara fróða, 10. kap., Bisk- upasögur I, bls. 28, 69. 2) Safn til sögu íslands IV, 342—356. 3) Ólafur Lárusson 1944: Byggð og Saga, bls. 35. 4) Sigurður Þórarinsson 1956: Island Þjóð- veldistímans og menning í ljósi landfræðilegra staðreynda, Skírnir, bls. 236—248.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.