Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1967, Qupperneq 104

Andvari - 01.10.1967, Qupperneq 104
206 STURLA FRIÐRIKSSON ANDVARI heim við tölu, sem fæst, þegar til þess er tekið, að einstaklingurinn þurfti, með- an landsgæði voru nóg, að hafa eitt hundrað í jörðum að baki sér, en í ýms- um eldri jarðarmötum er heildartala jarðarhundraða svipuð eða um og yfir 80 þúsund. Hafi heildarmat jarða verið 80 þúsund hundruð yfir landið allt, og um er að ræða gamalt mat á verðgildi jarða, mætti álykta, að allt landið hafi, meðan jarðarhundraðið var rétt metið, getað fætt um 80 þúsund manns. Þessi tala, þótt ónákvæm sé, er því ekki fjarri því, sem aðrir hafa áætlað um mannfjölda hér á landi um 1100. Hér að framan hefur verið á það bent, að fyrr á öldum kunni hundrað í jörð að hafa nægt til framfæris einstaklings. Einnig var sýnt, að um 1800 hafi hlut- fallið milli fólksfjölda og jarðardýrleika á landinu verið þannig, að einn íbúi var á \Vi jarðarhundrað. Hér hefur einnig verið vikið að því, að jarðarhundraðið hafi verið metið eftir grasnyt jarðarinnar fyrst og fremst, fremur en öðrum hlunnind- um, enda þótt af þeirn hlunnindum hafi eðlilega verið mikil búbót. Sé það fyrst og fremst af grasnytinni, sem þjóðin öðl- aðist lífsframfæri, vaknar sú spurning, hvernig einstaklingnum tókst að fram- fleyta sér á grasnytinni á ýmsum tím- um, og hvernig grasnytin takmarkaði fólksfjöldann. Við grannskoðun á því, hve ísland gat framfleytt fjölmennri þjóð, kemur vitan- lega ýmislegt annað en gras til athugunar, og er það mikið rannsóknarefni, hver hafi verið hlutföll hinna einstöku fæðuteg- unda í viðurværi landsmanna á ýmsum tímum. Fiskur úr sjó var eins og að líkum lætur drjúgur þáttur í fæðunni. En þó ber þess að gæta, að fiskveiðar voru ekki eins þýðingarmikill liður í þjóðarbú- skapnum framan af öldum eins og síðar varð og nú er. Ennfremur má líta á sjáv- arafurðirnar sem þann gjaldmiðil þjóðar- innar, er að miklu leyti var notaður til greiðslu á afgjaldi landsins til erlendra aðila eða til kaupa á öðrum nauðþurft- urn en matvælum, en jafnframt hafi and- virði þess fiskmetis, sem notað hafi verið í landinu að nokkru leyti verið jafnað með útfluttum landbúnaðarafurðum. Sel- ur og hvalur var stopul búbót og korn- innflutningur lá oft niðri árum saman. Þjóðin varð því að mestu leyti að bjarga sér af fæðuframleiðslu landsins. I sumum byggðarlögum var lax og silungur til bú- drýginda, svo og eggja- og fuglatekja. En allur þorri landsmanna fékk grundvallar- viðurværi af gróðri landsins, annars vegar með því að leggja sér til munns fjalla- grös, söl, hvannir og örfáar aðrar jurtir, og er sá hluti veigalítill þar til grænmetis- ræktun fer að verða almenn á þessari öld, hins vegar er gróðurinn notaður óbeint gegnum þær dýrategundir og þá helzt þann búsmala, sem á honum nærist. Gróðurtekjan er tvíþætt. Annars vegar af ræktuðu landi, en lengst af voru tún lítil og taðan aðeins kúafóður, en hins vegar er og var hið víðlenda graslendi, úthagi og engjar hinn mikli bakhj irl þjóðarinnar. Til þess að geta fært líkur að því, hvort takmarkanir voru í þeirri fæðutekju lands- manna, sem til féll árlega af landinu, ber fyrst að sýna, hve mikið og hvers eðlis það fóður var, sem gróðurlendið gaf af sér, og með hvaða móti tókst að hagnýta það og breyta í manneldi. Skal nú fyrst lauslega vikið að hinu síðara viðfangsefninu, búsmalanum eða öðrum dýrum, sem breyttu fóðri fengnu úr gróðurlendinu í manneldi. Höfð voru nyt af nokkrum tegundum fugla, bæði í eggjum og kjöti. Þó var talið, að fáir yrðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.