Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1967, Side 107

Andvari - 01.10.1967, Side 107
ANDVARI GRAS OG GRASNYTJAR 209 árlegri uppskeru á útjörð og sé það hag- stætt gróðri að nema ekki árlega öllu meira magn af óræktuðum haga. Skal að þessu sinni einnig reiknað hér með þessari nýtingu. (An þess að breyta tölum um nytsamlega uppskeru mætti eins reikna með 4 hestum af hektara og 30% nýtingu). Það úthey, sem landsmenn öfl- uðu með slætti var lengst af lítill hluti af heildarfóðri búsmalans, en eykst að mun um síðustu aldamót. Á góðum engjum var gróður þá víða gjörnýttur, til dæmis á flæðiengjum og árbökkum, þar sem slægjur komu árlega að gagni. Víða voru þó aðeins nýtanlegar slægjur á mýrum annað eða þriðja hvert ár, og skakkar sennilega ekki miklu, þótt útheysöflun fyrri alda sé látin fylgja sömu hundr- aðstölu nýtingar og beitin. -—• Sé þó reiknað með 40% nýtingu úthagaupp- skeru yfir landið yrði útkoma þessa reikn- ingsdæmis sú, að 3 hestar hafi fengizt að meðaluppskeru af hektara á íslenzkri út- jörð, en 40% hennar hafi árlega nýtzt. Það er að segja, að 1.2 heyhestar hafi ár- lega komið að notum af hverjum hektara, áður en byrjað var að beita nýrri sláttu- tækni á engjum og áður en hin mikla framræsing mýra hófst. Sé nú tekinn upp þráðurinn þar sem 'frá var horfið, með að 63 heyhestar séu trygging mannsins fyrir viðurværi, sést að 63 hestar fást af 52.5 hekturum órækt- aðs lands með fyrrgreindri nýtingu. — (63/1.2 = 52.5) íslendingurinn þurfti því 52.5 hektara af gróðurlendi úthaga sér til grundvallarframdráttar. Eins og fyrr var frá greint, er allt gróðurlendi á íslandi talið vera 20 þúsund ferkílómetrar eða 2.000.000 hektarar og ætti gróðurlendið án ræktunar eitt saman að geta alið 2.000.000/52.5 = 38.100 eða um 40 þús- und manna þjóð. Sé gert ráð fyrir því, að gróðurlendið hafi verið um 2.500.000 hektarar um árið 1700 ætti það að hafa getað alið 47.619 eða um 50 þúsund manns. Því hefur verið haldið fram, að yfirborð hins gróna lands hafi verið um 4.000.000 hektarar um landnám eða tvis- var sinnum víðáttumeira en nú er, og ætti þá að hafa getað framfleytt 76.190 manns eða um 70 til 80 þúsund manna þjóð. Af þessum útreikningum mætti draga þær ályktanir, að gróðurinn hafi raunveru- lega takmarkað þann íbúafjölda, sem á ýmsum öldum hefur getað lifað í land- inu. Eru niðurstöður þessa útreiknings þá mjög í samræmi við það, sem áætlað er um stærð þjóðarinnar á þjóðveldistíma og fundin er eftir öðrum leiðum. Breytingar á beitargildi úthagans. Þegar ísland fannst og var numið var landið ósnortið af grasbítum að undan- skildum nokkrum fuglategundum. Má því telja, að gróðurinn hafi verið hér í fyllsta jafnvægi við þau önnur náttúru- öfl, sem á hann verkuðu. Á þeim tíma, sem þá var liðinn frá ísaldarlokum, hafði gróðurinn hulið þá hluta landsins, sem kjör íslenzkrar náttúru leyfðu. Allur sá gróður, sem óx, féll aftur í skaut móður- moldarinnar og byggði upp frjósaman jarðveg. Utjörð ein saman gat alið um 80 þúsund manna þjóð í upphafi byggð- ar. Með öðrum hlunnindum var landið jafnvel aflögufært um matvæli. Þá var hér auðsöfnun í landi. Þá varð gullöld Islendinga. Hins vegar tók fljótt að ganga á frjósemisforða jarðarinnar og jafnframt gekk á auðinn. Landið varð rýrara og þjóðin fátækari. Og þar sem fólksfjöld- inn stóð í beinu hlutfalli við uppskeru hins gróna lands, uppskeru, sem fór æ rýrnandi með hverri öldinni, sem leið, má það vera ljóst, hvers vegna þjóðinni tók að fækka. Þegar lausafjárauður þjóð- arinnar var þrotinn, þurfti afar lítið út af 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.