Andvari - 01.10.1967, Síða 112
214
STURLA FRIÐRIKSSON
ANDVARI
sýnt, að tvílembd ær þarf jafnvel um 4
kg á dag af beitargróðri yfir fjóra sumar-
mánuði sér og lömbum sínum til fram-
færis, eða rúman heyhest á mánuði. Sé
reiknað með, að einlembd ær þurfi 0.65
heyhesta á mánuði að jafnaði þá sex og
hálfan mánuð, sem hún er á útibeit, þarf
hún rúma fjóra heyhesta í fóður yfir það
tímabil, en rúma tvo heyhesta (2.8) þá
vetrarmánuði sem hún er á innigjöf. Nú
eru um 800 þúsund fjár á fóðrum og þarf
það 5.6 milljónir heyhesta sér til ársviður-
væris. Af því fóðurmagni má áætla, að
2.2 milljónir séu gefnar sem hey (0.50X
5.5 mán. X 800 þús. = 2.2 milljónir) og
þá að mestum hluta sem taða, en um 200
þúsund heyhestar eru úthey. Afgangur-
inn um 3.4 milljón heyhestar eru hins
vegar fengnir af beitilandi, og skal nú
leitazt við að sýna fram á hvernig tekst
að afla þess viðurværis, en beitin hefur
lengst af verið fengin af afréttarlöndum
og heimahögum, en nú á seinni árum
einnig af ræktuðu landi.
Eins og áður var að vikið, var áætlað,
að gróðurlendið væri nú á tímum um
2.000.000 hektarar að flatarmáli og það
talið hafa gefið um þrjá heyhesta af hekt-
ara áður en ræktun úthaga hófst að
nokkru ráði. Þannig er áætlað, að fallið
ha'fi til árlega um 6 milljónir heyhesta af
allri útjörð. Síðan var reiknað með, að
40% þessa gróðurs nýttust eða alls um
2.4 milljónir heyhesta, en 200 þúsund
hestum af því magni, er safnað sem út-
heyi. A þessu sést, að með sömu nýtingu
væri ekki unnt að ala nema tæpan helm
ing þessa fjár á óræktuðum úthaga og
útigangi einum saman. En við fóðuröflun
fyrir þetta fé kemur annað og meira til
en grundvallarfóðurframleiðsla úthagans.
Er þá bæði um að ræða töðugjöf og tún-
beit, svo og beit á hálfræktaðan úthaga.
Við útreikninga á fóðurframleiðslu fram
að aldamótum 1900, hefur varla þótt þörf
að reikna verulega með ræktun, á þeim
forsendum, að lengi framan af búsetu
rnanna hér á landi var uppskera að mestu
fengin af óræktuðu landi. Þá var engja-
ræktun vart teljandi og heildarflatarmál
túna um eða undir hálfu prósenti af flat-
armáli gróðurlendisins.
Ræktun úthaga og aukin ræktun túna
tók fyrst að hefjast um síðustu aldamót
og ræktun úthaga fór raunverulega ekki
að hafa veruleg áhrif á heildaruppskeru
fyrr en farið var að ræsa fram mýrar með
vélgröfnum skurðum í byrjun síðustu
heimsstyrjaldar. Að vísu höfðu áveitur,
annar skurðagröftur, svo og uppþurrkun
með fram vegum sín bætandi áhrif á
uppskeru úthaga, en erfitt er um vik að
meta gildi þeirra bóta. Ekki eru heldur
til neinar áreiðanlegar tölur, er sýnt gætu,
hvaða fóðuraukning hefur orðið vegna
framræsingar á mýrum með vélgröfnum
skurðum. Þó mætti áætla þessa aukningu,
með því að taka tillit til lengdar skurða-
kerfisins. Fram til ársins 1960 höfðu alls
verið grafnir um 9 milljón lengdarmetrar
af vélgröfnum skurðum. Sé gert ráð fyrir,
að skurður þurrki 50 m út frá sér á hvorn
veg, hafa því á þennan hátt verið þurrk-
aðir 90 þúsund hektarar mýrlendis. Sumt
af þessu þurrkaða landi hefur síðan verið
unnið til túnaræktunar en flatarmáls-
aukning túna er um 45 þúsund hektarar
á tímabilinu frá 1942 til 1960. Sé áætlað,
að helmnigur túna sé ræktaður úr fram-
ræstri mýri á því tímabili (sem sennilega
er ofreiknað) eru milli 60 og 70 þúsund
hektarar af mýrum, sem þurrkaðar hafa
verið til bóta fyrir úthagann. Má þá enn
spyrja hvaða gagn hafi orðið af þessari
uppþurrkun, og skal hér reynt að koma
á það einhverju tölulegu mati.
Við athugun á gróðurfarsbreytingu á
mýri, sem gerð var á Hjarðarfelli í Mikla-