Andvari - 01.10.1967, Qupperneq 116
218
STURLA FRIÐRIKSSON
ANDVARI
Tafla 2.
Arlegt fóður, sem til fellur og nýtanlegt er fyrir fé og nautgripi,
talið í 100 kg heyhestum:
.. Fé Nautgripir Alls
Taða ......................... 2.0 millj. 1.5 millj. 3.5 millj
Túnbeit ...................... 0.5 — 0.75 — 1.25 —
Beit á hálfræktuðu landi .... 0.7 0.7 —
Úthagabeit + úthey ........ 2.4 2.4 —
Fóður alls ..................
skorti, sem virðist æ yfirvofandi aukinni
tölu búsmala. Nauðsynlegt er að auka
framleiðslu 'fóðurs fyrir aukinn bústofn
fyrir kjötþarfir hinnar vaxandi þjóðar.
Stærð ræktaðs lands er nú um 90.000
hektarar. Með því hefur heildartöðufeng-
ur aukizt frá aldamótum úr 500.000 hest-
um í 3.5 milljónir hesta, en útheysmagnið
er nú aðeins 2 til 300.000 hestar. Alls er
árleg heyframleiðsla því um 3.8 milljónir
heyhesta. Til þess að færa líkur að, hve
sameiginleg beitar- og heyuppskera, sem
kemur árlega að notum við fæðufram-
leiðslu landsins, sé mikil, skal hér enn
reiknað með 7 heyhestum á kind fyrir
800.000 fjár eða 5.600.000 heyhestum að
viðbættum um 45 heyhestum á kú fyn’r
50.000 kýr eða 2.250.000 heyhestum, sem
alls eru árlega 7.850.000 heyhestar, og er
hér áætlað að fóðrið skiptist svo sem sýnt
er í töflu 2.
Sé nú sem áður borinn saman fólks-
fjöldi og bústofn landsins, er athyglisvert,
að búsmali landsmanna er nú um 183.000
kúgildi, sé kýrin reiknuð að gömlu mati
sem 6 ær, eða eitt kúgildi á einstakling-
inn, en nú standa ekki lengur 63 hey-
hestar að baki einstaklingnum heldur 42
heyhestar. Að svo stöddu bætast árlega
við 4000 (6000 á síðasta ári) hektarar ný-
ræktar. Er eðlilegt, að gerðar séu áætlanir
um, hver ræktun þurfi að vera á komandi
árum. Sé lagt til grundvallar, að bak við
5.6 millj. 2.25 millj. 7.85 millj.
hvern íbúa þurfi á næstu árum einnig
að standa 42 heyhestar, og sé reiknað
með því, að hin óræktaða útjörð sé full-
nýtt, þarf árlegt fóðurmagn að hafa auk-
izt um 8 milljónir heyhesta árið 2000, ef
þjóðin verður orðin 376.000 íbúar. Svarar
þetta til að rækta þurfi rúma 5000 hektara
lands á ári næstu 34 ár. Auk þess þarf
að rækta 2000 ha lands árlega til þess að
vega upp á móti þeirri gróðureyðingu,
sem verður vegna uppblásturs, eða árlega
um 7000 ha alls. Þess vegna þarf á kom-
andi árum eins og hingað til að leggja
aukna áherzlu á nýræktun. En ræktun
er ekki einskorðuð við aukningu flatar-
máls gróðurlendis. Unnt er að auka upp-
skeruna með ýmsu móti. I fyrsta lagi má
bæta að mun uppskeru þess gróðurlendis,
sem völ er á að nýta til beitar, með áburð-
argjöf á valllendi og mólendi, og þá ekki
sízt með því að ræsa fram allar hinar fjöl-
mörgu mýrar. Með framræsingu einni
saman má stórauka uppskeru mýrarinnar,
eins og fyrr er getið, þar sem hálfgrasa-
gróðurinn víkur fyrir uppskerumeiri og
næringarríkari heilgrösum. Þannig má
auka fóður með því að bæta afkastagetu
hins gróna lands.
Á síðustu árum hafa orðið miklar fram-
farir í uppgræðslumálum. Þó er vafasamt,
að sú uppgræðsla, sem nú er framkvæmd,
geti vegið upp á móti þeirri gróðureyð-
ingu, sem á sér stað í dag. Eins og fyrr