Andvari - 01.10.1967, Side 117
ANDVARI
GRAS OG GRASNYTJAR
219
er frá sagt, þyrfti árlega að bæta við um
20 km2 af nýgræddum auðnum. Enda
þótt mikið land sé að gróa upp eða grætt
á vegum Sandgræðslu ríkisins er flatar-
mál þess lands, sem kemur landbúnaði að
gagni, hvergi nálægt því sambærilegt að
stærð við það, sem blæs. Er nauðsynlegt
að gera enn aukið átak til uppgræðslu á
komandi árum.
Val lands til U'ppgræðsln.
Stefna í landgræðslumálum hlýtur að
vera tvíþætt. Annars vegar verndun hins
gróna lands og hins vegar nýtt landnám.
Verndun hins gróna lands byggist á skipu-
lögðum átökum og noktun nýrrar tæluii
á helztu uppblásturssvæðunum. Við end-
urgræðslu lands þarf að taka tillit til þess
að velja þau svæði, sem eru auðveldust
til uppgræðslu og liggja bezt við allii
nýtingu. Mælingar hafa sýnt, að hinir
rúmu 20.000 km2 gróins lands liggja að
mestu undir 400 m hæð, en lítill hluti
þess er milli 400 og 700 m hæðar. Verður
að álykta, að mikill hluti þess lands sé
að einhverju leyti ræktanlegur. Um auðn-
irnar er hins vegar það að segja, að af
þeim 22.000 km2, sem liggja undir 400 m,
eru hraun og jöklar aðeins 2500 km2, en
19.500 km2 eru grjót og sandar. Ekki mun
vera langt frá sanni, að áætla að um
10.000 km2 séu ræktanlegir af þessum
láglendisauðnum. Þá má spyrja, hvað sé
ræktanlegt af þeim auðnum, sem liggja
milli 400 og 700 m hæðar. Til þess að
leita svara við þeirri spurningu, verður
helzt að byggja á uppgræðslutilraunum
þeim, sem framkvæmdar hafa verið á
vegum Rannsóknarstofnunar landbúnað-
arins. A undanförnum árum hafa farið
fram allvíðtækar athuganir á því, hvaða
grastegundir hentuðu bezt til uppgræðslu
á þeim auðnum, hver sé áburðarþörf
þeirra og hvaða uppskeru þær gefi í mis-
munandi hæð. Þessar tilraunir hafa sýnt,
að ekki er ýkja mikill munur á uppskeru
af nýuppgræddum mel, hvort heldur sem
hann er á láglendi eða í 700 m hæð.
Innan þeirra hæðarmarka hefur túnving-
ull gefið tæpa 40 hesta af hektara. Þegar
hærra dregur í landið, fer uppskeran hins
vegar að minnka að mun, enda nálgast
þá hin náttúrlegu gróðurmörk fyrir gras-
lendi. Þessar gróðurathuganir hafa allar
verið gerðar á sambærilegu landi, þ. e.
uppblásnum melum eða útþvegnum jök-
ulaurum. Benda uppgræðslutilraunirnar
eindregið til þess, að unnt sé að hylia
þessa mela einhverjum gróðri. Þessir mel-
ar eru um 19.000 km2 að flatarmáli og
það er ekki ofætlað, að hægt sé að nýta
helming þess lands til beitar. Þanm'g
munu vera til 20.000 km2 af auðnum
undir 700 m hæð, sem unnt væri að
klæða gróðri og auk þess um 20.000 km2
af grónu landi, sem unnt er að fá aukna
unpskeru af með ræktun. Lauslega áætl-
að eru því tiltækir 40.000 km2 af landi.
sem eru huldir og má hylja gróðri. Er það
svipað land að flatarmáli og hér kann að
að hafa verið við landnám. Ekki er hægt
að ætla að með því fáist iafn gott land
eins og þeir 20.000 km2 gróins lands voru.
sem tapazt hafa á síðastliðnum þúsund
árum. Nýgræðan verður seint e:ns frió-
söm, þar sem hún er byggð á þvnnri og
lakari jarðvegi. og þar að auki þarf hún
mun meira viðhald en gamalgró'ð land.
Ekki er endilega nauðsynlegt að rækta
upp land á sömu svæðum og þeim, sem
eyðzt hafa af unpblæstri. Er t. d. unnt að
hefja uppgræðslu á einhverjum lág^end-
issandinum í stað fjalllendisgróðurs. sem
upp er blásinn. Er ekki fráleitt að huesa
sér að hinir víðáttumiklu sunnlenzku
jökulaurar verði á komandi tímum grædd-
ir upp og huldir grasgróðri. Erá ræktunar-
sjónarmiði er það tiltölulega auðvelt verk.