Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1967, Page 122

Andvari - 01.10.1967, Page 122
224 BERGSTEINN JÓNSSON ANDVARI réttindi sem þar til krefðist að halda þeim...“ Hér viðurkennir Jón berlega frum- kvæði Þingeyinga, enda hafa oddvitar þeirra ekki beðið boðanna að skýra bon- um frá, hverju þeir hefðu í verk komið; Jón á Gautlöndum og Tryggvi Gunnais- son voru í þeirn stóra hópi lslendinga, sem þessi árin stóð í stöðugu bréfasam- bandi við Jón, og hér böfðu þeir ánægju- legri fréttir að færa honum en oftast endranær. Á öðrum stað (Skýrsla og lög hins ís- lenzlm Þjóðvinafélags 1869—1873, Rvík. 1873) skýrir hann þannig frá aðdraganda og stofnun félagsins: „Á alþingi sumarið 1869 sömdu nokkrir alþingismenn með sér að hafa samtök að því að leggja fram nokkur samskot til þess að halda fram landsréttindum vorum íslendinga og reyna að ávinna það sem skorti til að vér gætum orðið þeirra aðnjótandi. Á alþingi 1871 þótti mönnum þessi nauðsyn til samheldis og samverkunar hafa enn va:<- ið, og höfðu þá 17 alþingismenn fundi með sér til að ræða um þetta efni; kom mönnum ásamt um að nauðsyn væri að stofna reglulegt félag í þessu skvni og binda það lögum. Var þá kosin þriggja manna nefnd til að semja frumvarp til laga félags þessa, og síðan var það rætt og samþykkt á fundum. Frumvarp þetta var að mestu hyggt á uppástungum til lagagreina, sem samdar höfðu verið í Suður-Þingeyjarsýslu; (leturbr. hér) jafn- framt og mál þetta hafði verið þar rætt á sýslufundi 8. júní 1870, félagsgjaldið tiltekið (24 skildingar minnst árlega) og samskot hafin i þessu skyni þar í hérað- inu. Á fundi sem hinir sömu 17 alþingis- menn héldu með sér í Reykjavík 19. dag ágústmánaðar voru lögin samþykkt og félaginu nafn gefið, en jafnframt var það ályktað að lög þessi skyldi einungis vera gild til næsta alþingis (1873), og að fé- lagið skyldi ekki gera þjóðkunnugt um störf sín, fyrr en það sýndi sig, að menn almennt vildi aðhyllast það og styrkja það til framkvæmda, svo að því væri nokkurs þroska von ...“ Hér munu nú flest kurl til grafar kom- in. Eftir er þó ein heimild, sem gaumur er gefandi, þótt hún sé ónákvæm í ýms- um atriðum, enda rituð af miliigöngu- manni eftir minni eins brautrvðjandans, þegar langt var um liðið frá atburðum þessum. Hér víkur líka sögunni til þess mannsins, sem lengst allra hefur stýrt Þjóðvinafélaginu, öðrum fremur réð því að það gerðist að mestu afhuga stjórn- málum eftir 1877, og síðast en ekki sizt hefur sennilega átt hugmyndina að stofn- un þess. Víst er, að hann rak þax fast á eftir fyrsta sprettinn. Átt er við fryggva Gunnarsson bónda, timburmann, Ijós- myndara, kaupstjóra, útgerðarmann, al- þingismann og bankastjóra með meira. Veturinn 1863—1864 hafði Tryggvi dvalizt í Kaupmannahöfn, og þá befur hann orðið þess áskynja, hversu háttað var högum Jóns Sigurðssonar. Hann réð af líkum, að Jón hefði óheyrilega mikil útgjöld af baráttu sinni fyrir málstað Is- lendinga, að ekki væri talað um allt erfiði hans þar af fljótandi. Um þetta segir svo í stuttu æviágripi Tryggva, sem skrifað mun á árunum 1912—1914: „Á alþingi 1869 ræddu þingmenn þeir, er Jóni Sigurðssyni fylgdu, um það sín á milli, og var Tryggvi forgöngumaður þess, að um öll þau ár sem Jón hefði haldið úti Nýjum félagsritum, hefðu landsmenn svo lítt hirt um að kaupa þau, að Jón hefði árlega skaðazt á þeim, sjaldan fengið nokkuð fyrir það sem hann sjálfur skrif- aði. Og þar eð hann lifði að öðru leyti við þröng kjör, væri hann orðinn nauðu- lega staddur. Var lagt til að hefja skyldi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.