Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1967, Page 123

Andvari - 01.10.1967, Page 123
ANDVARI FYRSTI íslenzki stjórnmálaflokkurinn 225 samskot handa honum, eigi aðeins meðal þingmanna sjálfra, heldur skyldu þeir þingmenn, er að þessu hnigu, leita sam- skota heima í héruðum. Gekkst Tryggvi hvað bezt fyrir þessu. A þinginu komu inn 6—700 rd. [Reyndar voru það 204 rd. 64 sk.]. Það var lítil hjálp. Um veturinn skrifaði Tryggvi ýmsum þingmönnum: Séra Halldóri á Hofi, séra Sigurði á Hallormsstað og Jósef Skafta- syni lækni á Hnausum [Jósef var ekki þingmaður þáj og m. fl. og spurði þá, hvernig samskotin gengi. Svarið var sama frá öllum: Menn höfðu tekið vel undir þessa málaleitun, en framkvæmdin þó engin orðið. Sá Tryggvi þá, að þetta dugði eigi. Um vorið hélt Búnaðarfélag Suður-Þingeyinga aðalfund sinn að Ljósa- vatni. Þá er Einar í Nesi reið til fund- arins, gisti hann á Hallgilsstöðum. Tryggvi tjáði honum, hvernig ástatt var, og yrði nú eitthvað úr að ráða. Ræddu þeir málið ítarlega og kom ásamt um að bera það upp á fundinum; þó ekki sam- skotabeiðni, það mundi rýra álit Jóns hjá almenningi og særa höfðingslund hans sjálfs. Ráð þeirra varð að fá fundinn til að stofna félag, er heita skyldi Þjóðvinar félag og hafa þann tilgang að efla gagn og sæmd hinnar íslenzku þjóðar. Skvldi Jón Sigurðsson vera sjálfkjörinn formað- ur þess og hafa ótakmarkað vald yfir fjár- hag þess. Tillag hvers, sem vildi styrkja samskotin, skyldi vera svo lágt, að eng- um væri ofvaxið að greiða. Þótti 12 sk. [rétt mun 24 sk.] hæfilegt tillag; það mundi engan fæla frá, og það mundi greiðast betur en hærra tillag. Tryggvi bar þessa tillögu upp á fundinum og tal- aði fyrir henni. Einar var skrifari fund- arins og bókfærði tillöguna. Sá, er fyrstur varð til svars, var Sigurður Guönason bóndi á Ljósavatni. Hann mælti: „Þetta líkar mér. Svona á það að vera.“ Fundur- inn samþykkti tillöguna, og fundarmenn gengu í félagið. Þar með var það komið á stofn. Á heimleið gisti Einar aftur hjá Tryggva. Sömdu þeir þá boðsbréf i tvennu lagi. Hafði Einar annað eintakið en Tryggvi hitt. Söfnuðu þeir meðlimum í félagið og fengu sem flesta forgöngu- menn. Reyndist svo, að nær allir í Fnjóskadal, konur og karlar, gengu í fé- lagið og greiddu tillag sitt. Og víðast gekk það vel. Kom inn álitleg upphæð, og var hún. send Jóni Sigurðssyni. Á næsta alþingi samdi hann sem formaður félagsins lög handa því. Fyrirkomulagið hafði hann nokkuð á annan veg en ætlað hafði verið. Alþingismenn skyldu vera sjálfkjörnir fulltrúar og árstillagið 2 kr. Fulltrúar skyldu kjósa formann og vara- formann. Varaformaður skyldi vera sjálf- kjörinn eftirmaður aðalformanns. Var það samþykkt og Jón kosinn formaður og H'alldór Friðriksson varaformaður. Ný félagsrit voru gefin út áfram til ársins 1874. Þá var þeim hætt og Andvari kom í staðinn og gerður að Þjóðvinafélagsbók. 1 raun og veru var það sama rit með öðru nafni. Var sú nafnbreyting samfara stjórn- arbreytingu íslands. Einnig gaf félagið út „Almanak," mjög fróðlegt, árlega. Þetta hélzt, meðan Jón Sigurðsson lifði. Eftir lát hans 1878 (svo!) varð Tryggvi aðal- formaður félagsins. Hann hélt hinu sama áfram og bætti þó árlega góðri bók við hinar tvær. En þó lét hann rit félagsins sem mest leiða „pólitík" hjá sér. Kölluðu sumir það eigi vera samkvæmt tilgangi félagsins. En hann leit svo á, að þar eð tilgangur félagsins væri að efla gagn og heiður þjóðarinnar, þá ættu nú rit þess að Ieitast við að kenna henni að nota hina nýfengnu stjórnarbót sem bezt til 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.