Andvari - 01.10.1967, Síða 123
ANDVARI
FYRSTI íslenzki stjórnmálaflokkurinn
225
samskot handa honum, eigi aðeins meðal
þingmanna sjálfra, heldur skyldu þeir
þingmenn, er að þessu hnigu, leita sam-
skota heima í héruðum. Gekkst Tryggvi
hvað bezt fyrir þessu. A þinginu komu
inn 6—700 rd. [Reyndar voru það 204 rd.
64 sk.]. Það var lítil hjálp.
Um veturinn skrifaði Tryggvi ýmsum
þingmönnum: Séra Halldóri á Hofi, séra
Sigurði á Hallormsstað og Jósef Skafta-
syni lækni á Hnausum [Jósef var ekki
þingmaður þáj og m. fl. og spurði þá,
hvernig samskotin gengi. Svarið var sama
frá öllum: Menn höfðu tekið vel undir
þessa málaleitun, en framkvæmdin þó
engin orðið. Sá Tryggvi þá, að þetta
dugði eigi. Um vorið hélt Búnaðarfélag
Suður-Þingeyinga aðalfund sinn að Ljósa-
vatni. Þá er Einar í Nesi reið til fund-
arins, gisti hann á Hallgilsstöðum.
Tryggvi tjáði honum, hvernig ástatt var,
og yrði nú eitthvað úr að ráða. Ræddu
þeir málið ítarlega og kom ásamt um að
bera það upp á fundinum; þó ekki sam-
skotabeiðni, það mundi rýra álit Jóns hjá
almenningi og særa höfðingslund hans
sjálfs. Ráð þeirra varð að fá fundinn til
að stofna félag, er heita skyldi Þjóðvinar
félag og hafa þann tilgang að efla gagn
og sæmd hinnar íslenzku þjóðar. Skvldi
Jón Sigurðsson vera sjálfkjörinn formað-
ur þess og hafa ótakmarkað vald yfir fjár-
hag þess. Tillag hvers, sem vildi styrkja
samskotin, skyldi vera svo lágt, að eng-
um væri ofvaxið að greiða. Þótti 12 sk.
[rétt mun 24 sk.] hæfilegt tillag; það
mundi engan fæla frá, og það mundi
greiðast betur en hærra tillag. Tryggvi
bar þessa tillögu upp á fundinum og tal-
aði fyrir henni. Einar var skrifari fund-
arins og bókfærði tillöguna. Sá, er fyrstur
varð til svars, var Sigurður Guönason
bóndi á Ljósavatni. Hann mælti: „Þetta
líkar mér. Svona á það að vera.“ Fundur-
inn samþykkti tillöguna, og fundarmenn
gengu í félagið. Þar með var það komið
á stofn.
Á heimleið gisti Einar aftur hjá
Tryggva. Sömdu þeir þá boðsbréf i
tvennu lagi. Hafði Einar annað eintakið
en Tryggvi hitt. Söfnuðu þeir meðlimum
í félagið og fengu sem flesta forgöngu-
menn. Reyndist svo, að nær allir í
Fnjóskadal, konur og karlar, gengu í fé-
lagið og greiddu tillag sitt. Og víðast
gekk það vel. Kom inn álitleg upphæð,
og var hún. send Jóni Sigurðssyni. Á
næsta alþingi samdi hann sem formaður
félagsins lög handa því. Fyrirkomulagið
hafði hann nokkuð á annan veg en ætlað
hafði verið. Alþingismenn skyldu vera
sjálfkjörnir fulltrúar og árstillagið 2 kr.
Fulltrúar skyldu kjósa formann og vara-
formann. Varaformaður skyldi vera sjálf-
kjörinn eftirmaður aðalformanns. Var það
samþykkt og Jón kosinn formaður og
H'alldór Friðriksson varaformaður. Ný
félagsrit voru gefin út áfram til ársins
1874. Þá var þeim hætt og Andvari kom
í staðinn og gerður að Þjóðvinafélagsbók.
1 raun og veru var það sama rit með öðru
nafni. Var sú nafnbreyting samfara stjórn-
arbreytingu íslands. Einnig gaf félagið út
„Almanak," mjög fróðlegt, árlega. Þetta
hélzt, meðan Jón Sigurðsson lifði. Eftir
lát hans 1878 (svo!) varð Tryggvi aðal-
formaður félagsins. Hann hélt hinu sama
áfram og bætti þó árlega góðri bók við
hinar tvær. En þó lét hann rit félagsins
sem mest leiða „pólitík" hjá sér. Kölluðu
sumir það eigi vera samkvæmt tilgangi
félagsins. En hann leit svo á, að þar eð
tilgangur félagsins væri að efla gagn og
heiður þjóðarinnar, þá ættu nú rit þess
að Ieitast við að kenna henni að nota
hina nýfengnu stjórnarbót sem bezt til
15