Andvari - 01.10.1967, Qupperneq 124
226
BERGSTEINN JÓNSSON
ANDVARI
aS efla menningu sína, svo hún vrði því
vaxin að geta fengiÖ og fært sér í nyt full-
komnari stjórnarbót síðar.“
Þrátt fyrir ónákvæmni frásagnar þess-
arar í einstökum atriðum, þá er ekki að
efa, að hún er i öllu verulegu sönn og
rétt. Ekki er hún sízt sem greinargerð
Tryggva fyrir ráðsmennsku sinni um það
bil sem hann varð um stund að láta af
formennsku í félaginu eftir að hafa haft
mestan veg og vanda af stjórn þess um
meira en þriggja áratuga skeið. Umrætt
æviágrip er að öllum líkindum skráð af
Brynjúlfi fræðimanni Jónssyni frá Minna-
Núpi á síðustu æviárum hans, en hann
dó vorið 1914, hálfáttræður að aldri. Trú-
lega hefur Brynjúlfur hlýtt á Tryggva
segja frá, en síÖan hefur hann skrifað
söguna eftir minni. Fáeinar smábreyting-
ar hefur Tryggvi gert, en þá hefur hann
sjáanlega reitt sig á minni sitt eitt. Elætt
er við, að báðum hafi görnlu mönnunum
Þeir þingmenn, sem þarna hafa skorizt
úr leik eða af einhverjum ástæðum ekki
verið rneð, eru að sjálfsögðu hinir kon-
verið farið að förlast nokkuð um það
leyti, sem þeir störfuðu saman að ævi-
ágripinu, þótt ernir væru. Mikið af skjöl-
um Tryggva, einkabréfum til hans, bréfa-
bókum hans og minnisbókum hefur varð-
veitzt; en líkast til hafa honum ekki verið
þau gögn sem tiltækilegust þessi árin.
Kemur víða fram í bréfum hans, að hon-
um gekk afleitlega að finna bréf eða
skjöl, sem hann leitaöi að, enda mun
þeim ekki hafa verið raðaÖ fyrr en eftir
hans dag.
Af því, sem nú hefur verið rakið, má
sjá, að hvort sem Þjóðvinafélagið var
heldur stofnað að Ljósavatni í júnímán-
uði 1870 eða í Reykjavík í ágústmánuði
1871, þá er það undir komið meðal þing-
manna sumarið 1869. Voru þeir þá 18,
sem saman stóðu, flestir hinir sömu og
1871. Þeir, sem þátt tóku í samskotunum
þá, voru:
20 rd.
10 —
10 —
10 —
20 —
6 —
10 —
6 —
10 —
10 —
10 —
10 —
16 —
20 —
6 — 64 sk.
10 —
10 —
10 —
ungskjörnu, sex talsins, Grímur Thom-
sen þingmaður Rangárvallasýslu, Þórar-
inn BöÖvarsson þingmaður Gullbringu-
Sr. Halldór Jónsson þingm. Norður-Múlasýslu
Sr. SigurÖur Gunnarsson þingm. S uður-Mú 1 asýslu .
Stefán Eiríksson þingm. Austur-Skaftafellssýslu . . .
Sr. Páll Pálsson þingm. Vestur-Skaftafellssýslu....
Benedikt Sveinsson þingm. Árnessýslu ...............
Sr. Helgi Hálfdanarson þingm. Vestmannaeyja . ..
Hallgrímur Jónsson þingm. Borgarfjarðarsýslu........
Hjálmur Pétursson þingm. Mýrasýslu ................
Daníel Thorlacius varaþingm. Snæfellsnessýslu . . .
Sr. Guðmundur Einarsson þingm. Dalasýslu ..........
Sr. Eiríkur Kúld þingm. Barðastrandarsýslu.........
Jón Sigurðsson þingm. Isafjarðarsýslu ..............
Torfi Einarsson þingm. Strandasýslu ................
Páll J. Vídalín þingm. I Iúnavatnssýslu ...........
Sr. Davíð Guðmundsson þingm. Skagafjarðarsýslu .
Stefán Jónsson þingrn. Eyjafjarðarsýslu............
Jón Sigurðsson þingm. Suður-Þingeyjarsýslu .........
Tryggvi Gunnarsson þingm. NorÖur-Þingeyjarsýslu