Andvari - 01.10.1967, Side 126
228
BERGSTEINN JÓNSSON
ANDVARI
í öðrum löndum Danakonungs. Afnám
einveldisins greiddi þeim fyrst götu, og
frá og með þjóðfundinum 1851 er algengt
að tala um tvo flokka þingmanna, þó að
hvergi geti fastra eða varanlegra samtaka
með þeim á því skeiði. Yfirleitt voru
menn taldir meirihlutamenn eða minni-
hlutamenn, og voru hinir fyrrtöldu flestir
eða allir þjóðkjörnir þingmenn, en hinir
voru konungkjörnu fulltrúarnir. Hér var
eingöngu miðað við afstöðuna til stjórn-
armálsins, en það mál setti ekki teljandi
svip á þingin 1855—1865.
Á þingunum 1857—1863 skiptust
þingmenn eins og aðrir landsmenn í
niðurslmrðarmenn og lækningarmenn
eftir því hvernig þeir vildu snúast við
fjárkláðanum, sem þá gerði hvað mestan
usla.
Næstu árin eftir þingið, sem fyrst fjall-
aði um fjárhagslegan aðskilnað fslands
og Danmerkur, var stundum talað um
meirihluta- eða minnihlutamenn frá 1865,
en þá höfðu hinir gömlu flokkar riðlazt
verulega í fyrsta sinni eftir 1851.
Á þinginu 1869, þegar stigin voru
fyrstu sporin til stofnunar Þjóðvinafé-
lagsins, voru flokkarnir í þinginu orðnir
þrír heldur en tveir. Fjölmennastur var
eins og fyrri daginn stjórnarbótaflokkur-
inn eða gamli meirihlutaflokkurinn,
flokkur Jóns Sigurðssonar. Þá var gamli
minnihlutaflokkurinn, stjórnarflokkurinn
eða hinir konungkjörnu, sem að þessu
sinni nutu yfirleitt stuðnings Gríms
Thomsens þingmanns Rangárvallasýslu;
loks var sá hópur, sem Jón Sigurðsson
orðaði fyrst við Benedikt Sveinsson, eins
konar milli- eða miðlunarflokkur, sem
fór bil beggja. Auk Benedikts var þar að
finna Þórarin Böðvarsson, sem var ein-
mitt að hefja langan og merkan feril á
þingi, en sama máli gegndi raunar um
Grím Thomsen og sr. Helga Hálfdanar-
son síðar lektor. Nálægt þessum þriðja
flokki stóðu að því er virðist prestarnir
Guðmundur Einarsson og Páll Pálsson.
Frá og með þinginu 1871 hvarf Benedikt
Sveinsson alveg inn í raðir meirihlutans.
Á þingunum 1871 og 1873, síðustu rað-
gjafarþingunum, gætir Þjóðvinafélagsins
sjáanlega, þótt aldrei sé það nefnt á nafn.
En frá 1875 verður ekki séð, að það sé
lengur pólitískt afl á þingi. Þá er í blöð-
unum helzt farið að tala um bændaflokk
og enibættismannaflokk og þá einkum
miðað við afstöðu þingmanna til útgjalda-
hliðar fjárlaganna og launa embættis-
manna.
Á þinginu 1885 skiptust menn í endur-
skoðunarmenn (þá sem fylgdu Benedikt
Sveinssyni og vildu endurskoða stjórnar-
skrá) og andstæðinga endurskoðunar. A
þingunum 1889 og 1891 voru menn
ýmist miðlunarmenn eða endurskoðunar-
menn í anda Benedikts. Miðlunin var úr
sögunni 1893, en 1895 kemur Valtýskan
til sögunnar, og rétt fyrir aldamót eru
loks stofnaðir reglulegir stjórnmálaflokk-
ar, sem í orði kveðnu fóru eftir við-
horfum til stjórnarfyrirkomulagsins, en
í raun réttri snerust um flokksleiðtogana
dr. Valtý Guðmundsson og Hannes Haf-
stein, hvor betur væri til forystu fallinn.
Það er ekki fyrr en árið 1916 og þar á
eftir, sem íslendingar fara að skiptast í
flokka svipaða þeim, er skipt hafa öðrum
Evrópumönnum, og hægt er að tala um
hægri og vinstri, borgaralega flokka og
verkalýðsflokka, en allt slíkt er önnur
saga.
Óhætt er því að fullyrða, að Þjóðvina-
félagið átti upphaflega að verða stjórn-
málaflokkur, og sem slíkt beitti það sér
fyrir hinum sögulega Þingvallafundi
1873. En stjórnarskráin 1874, óvænt
ánægja Islendinga með hana fyrstu árin
á eftir og skyndileg heilsubilun Jóns