Andvari - 01.10.1967, Side 127
ANDVARI
FYRSTI í SLENZKI STJÓRNMÁLAFLOKKURINN
229
Sigurðssonar, varð allt til þess, að félagið
hvarf frá stjómmálum, og Tryggva
Gunnarssyni tókst að beina því að megin-
hugðarefnum sínum, þegar þar var komið,
alþýðufræðslu og áróðri fyrir framförum
í hvers konar verklegum efnum — og
dýraverndun.
Nú væri vissulega forvitnilegt að vita,
hversu Jón SigurÖsson hefur hugsað sér
að beita slíku vopni sem skipulagÖur
stjórnmálaflokkur með almennri þátttöku
landsmanna og verulegum fjárráðum
hefði getað orðið. En sá er hér hængur
á, að engin reynsla fékkst á þessu, til
þess var fjörsprettur félagsins of skamm-
vinnur og fjárhagurinn tæpur.
Ekki verður þeirri hugsun varizt, að
fyrir Jóni hafi vakaö fyrirkomulag svipað
því, sem nú mundi helzt kallað eins
flokks kerfi. Má þá ekki gleyma, að Jón
var barn sinnar aldar; þar á ofan var
hann viljasterkur mjög og ráðríkur, svo
að hann þoldi ekki meira en miðlungi vel
mótmæli í hópi samherja sinna. Má þar
ef til vill finna skýringu á sviplegum vin-
slitum hans og Arnljóts Ólafssonar og
Gísla Brynjúlfssonar, þótt eigi sé óhætt
að fullyrða slíkt.
Fullvíst má telja að Jón hafi átt mestan
þátt í að semja lög félagsins í öndverðu,
en um tilgang þess segir svo í 1. grein
laganna frá 1873: „Það er tilgangur fé-
lagsins að reyna með sameiginlegum
kröftum að halda uppi þjóðarréttindum
Islendinga, efla samheldi og stuðla til
framfara landsins og þjóðarinnar í öllum
greinum. Einkanlega vill félagið kapp-
kosta að vekja og lífga meðvitund Islend-
inga um að þeir sé sjálfstætt þjóðfélag
og hafi því samboðin réttindi. Nú sem
stendur liggur næst að fylgja því fram
að vér fáum þá stjómarskrá, er veiti oss
fullt stjórnfrelsi í öllum íslenzkum mál-
um, alþing með löggjafarvaldi og fullu
sjálfforræði og landstjórn í landinu sjálfu
með fullri lagalegri ábyrgð fyrir alþingi."
Þegar þessi stefnuskrá er samin, grúfir
skuggi stöðulaganna og þráteflisins við
dönsku stjórnina yfir íslenzkum stjóm-
málum. Engan varði þá, að í næstu andrá
mundu Danir höggva svo snilldarlega á
hnútinn sem þeir gerðu, er þeir gáfu ís-
lendingum stjórnarskrána 1874.
Viðbrögð Jóns Sigurðssonar og nánustu
samverkamanna hans í Kaupmannahöfn
við stjórnarskránni voru slík, að þeim virð-
ist sízt af öllu hafa verið vopnahlé í huga.
En nú gerðist margt í senn, sem sköpum
skipti um hríð. Herská ummæli Jóns í
Andvara og greinar ungra samherja hans
í íslenzku blöðunum (einkum hinum nýj-
ustu, Isafold og Norðlingi) fyrir þing
1875, svo og bréf Jóns til vina og trún-
aðarmanna heima á ísiandi kom alit fyrir
ekki. Þorri þingmanna vildi frið við
dönsku stjórnina, og Islendingum fórst
áþekkast barni, sem eignast nýtt leikfang
og verður svo hugfangið, að það sér ekki
lengur gömlu gullin sín. Leikfangið, sem
um sinn altók hugi íslendinga sumarið
1875 og næsta áratuginn, var fjárforræðið,
hlutdeild alþingis í fjárveitingarvaldinu.
Og áður en Jóni tækist að fylkja mönn-
um á ný til næstu orustu voru kraftar
hans á þrotum. Var þá um hríð enginn,
sem reyndi að raska ró Islendinga, og
næstu árin körpuðu þeir helzt um fjár-
kláða og fjárveitingar, framkvæmdir eða
sparnað. Grímur Thomsen og Arnljótur
Ólafsson urðu þjóðhetjur hins nýja tíma
vegna yfirburðaþekkingar á leyndardóm-
um fjármálanna.
Þannig stóðu sakir þangað til Benedikt
Sveinsson hóf raust sína og tókst á nokkr-
misserum með brennandi eldmóði og
leiftrandi mælsku að hrifa fjöldann úr
leiðslunni. Var þá á ný hafin baráttan