Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 128

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 128
230 BERGSTEINN JÓNSSON ANDVARI íyrir stjórnfrelsi; en þá var lokið þátttöku Þjóðvinafélagsins í stjórnmálum, þó að Andvari flytti að vísu næsturn árlega rit- gerðir um stjórnarmálið eftir Benedikt eða aðra kappa, sem þá bar hæst. Þrátt fyrir allt verða þess fundin dæmi, að fyrsta áfangann hafi Þjóðvinafélagið orðið til þess að vekja og glæða stjórn- málaáhuga ungra manna. Sumir þeirra höfðust að vísu lítt að um sinn, en þeir bjuggu lengi að áhrifunum, hrifningunni og þeirri umhugsun, sem þeir höfðu vaknað til. En svo voru líka þeir, sem hófust handa og létu um skeið talsvert að sér kveða í þágu málstaðar þess, sem Þjóðvinafélagið vildi þjóna. Fóru þeir fundum um sveitir eða gengu milli bæja í heimabyggð sinni, söfnuðu fé og töluðu máli félagsins. Enn aðrir mögnuðust í andstöðu sinni við Jón Sigurðsson, og hinir stjórnhollustu í höfuðstaðnum sæmdu Þjóðvinina spotti í umtali og hatri í hugrenningum sínum að sögn Stein- gríms Thorsteinssonar og annarra, sem gerla máttu þar til þekkja. Eru þessi margvíslegu viðbrögð manna ef til vill gildust sönnun þess, að fyrstu árin hafi félagið raunverulega verið gætt pólitísku afli og hafi auðveldað mörgum valið á málstað. Fjárskortur var alla tíð tilfinnanlegur fjötur á athöfnum Jóns Sigurðssonar og fylgismanna hans. Það var því allt frá upphafi eitt meginætlunarverk Þjóðvina- félagsins að koma upp sjóði til þess að standa straum af útgáfu- og fræðslustarf- semi. Var haft á orði, að senn mætti styrkja menn til að nema þarfleg verk og verðlauna þá, sem sköruðu fram úr í myndarskap og framtakssemi í verkleg- um efnum. Misjafnar urðu undirtektir lands- manna, þegar til þeirra kasta kom um fiárútlát til félagsins. Má af eftirfarandi yfirliti ráða tvennt: Hvar félagið fann beztan hljómgrunn, en ef til vill ekki síður hitt, hvar það eignaðist ótrauðasta erindreka og talsmenn. Tillög til félags- ins og tekjur þess 1869—1873 eftir sýsl- um voru sem hér segir: 1. ísafjarðarsýsla ............................. 519 rd. 24 sk. 2. Suður-Þingeyjarsýsla ........................ 214 — 72 — 3. Dalasýsla ................................... 191 — — 4. Árnessýsla .................................. 164 — 64 —- 5. Skagafjarðarsýsla ........................... 153 — 64 — 6. Norður-Múlasýsla ............................ 153 — 38 — 7. Húnavatnssýsla .............................. 147 — 32 — 8. Eyjafjarðarsýsla ............................ 135 — 56 — 9. Barðastrandarsýsla .......................... 105 — — 10. Norður-Þingeyjarsýsla ........................ 87 — 48 — 11. Borgarfjarðarsýsla ........................... 85 — 40 — 12. Austur-Skaftafellssýsla ...................... 82 — 64 — 13. Strandasýsla ............................... 78 — — 14. Mýrasýsla .................................... 70 — 82 — 15. Suður-Múlasýsla .............................. 56 — 72 — 16. Reykjavík .................................... 48 — 32 — 17. Snæfellsnessýsla ............................. 45 — 88 — 18. Vestur-Skaftafellssýsla .................... 10— — 19. Gullbringu- og Kjósarsýsla.................. 5 — 72 — 20. Rangárvallasýsla .......................... — 48 —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.