Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1967, Page 129

Andvari - 01.10.1967, Page 129
ANDVARI FYRSTI ÍSLENZKI STJÓRNMÁLAFLOKKURINN 231 21. Vestmannaeyjar .......................... — — Erlendís urðu tillögin .................. 44 — 4 — Leigur eða vextir þessi ár............... 77 — 24 — Utgjöld félagsins urðu lítil þessi ár, helzt styrkur til útgáfu Nýrra Félagsrita, og í árslok átti félagið 1982 rd. 60 sk. „í eftirstöðvum" og „útistandandi 144 rd. 64 sk.“ Um þennan árangur segir Páll E. Ólason svo (op. cit.): „Þetta má kallast allmikið fé eftir verðgildi þeirra tíma, einkum þegar þess er gætt, að hér er um alfrjáls samskot að ræða og að félagsmenn fengu ekkert fyrir tillög sín.“ Nafngreindir fulltrúar félagsins, sem ötulastir reyndust þessi árin (samkvæmt skýrslu félagsins), voru sem hér segir: I ísafjarðarsýslu Ásgeir Ásgeirsson kaupmaður á Isafirði, sem 1872 skilaði 509 rd. 24 sk. Kom stærstur hlutur úr Ögursveit eða 129 rd. 88 sk., úr Súða- víkursveit 127 rd. 8 sk., af Snæfjallaströnd 91 rd., en annars staðar minna. I Suður-Þingeyjarsýslu skilaði Jón á Gautlöndum 10 rd. 1869 og samtals 68 rd. 64 sk. 1872. Einar Ásmundsson skilaði 69 rd. 16 sk. 1871 og 29 rd. 48 sk. 1872. Fryggvi Gunnarsson skilaði 37 rd. 88 sk. 1872, en hann var þá á förum úr hér- aðinu. Sem dæmi um þátttöku almennings í Suður-Þingeyjarsýslu í Þjóðvinafélaginu má geta þess, að af um það bil 210 íbúum Laufásssóknar voru 44 félagsmenn árið 1872. 1 Eyjafjarðarsýslu var Snorri Pálsson verzlunarstjóri Thaaes kaupmanns á Siglufirði stórtækastur með 84 rd., og vafalaust má þakka honum, að Thaae kaupmaður gaf félaginu 50 rd. á ári nokk- ur fyrstu árin. Snorri var síðar verzlunar- stjóri hjá Gránufélaginu, er það keypti verzlun Thaaes, og þingmaður Eyfirðinga 1875—1879. Var hann harðduglegur at- hafnamaður, en því miður dó hann langt um aldur fram. I Dalasýslu er ekki annar umboðsmað- ur félagsins nafngreindur en sr. Guð- mundur Einarsson með 10 rd. árið 1869, 21 rd. árið 1870, 150 rd. árið 1872 og 10 rd. árið 1873. I Árnessýslu var einn ötulasti stuðn- ingsmaður félagsins fyrstu árin sr. Jón Jónsson á Mosfelli í Grímsnesi. Sendi hann Benedikt Sveinssyni 144 rd. 64 sk. árið 1872 og fylgir „listi yfir félagsmenn ...og tillög þeirra árið 1872.“ Flestir eru þeir í Ulfljótsvatnssókn, eða 50 af 137 íbúum, og þaðan komu 20 rd. 72 sk. Úr Skagafjarðarsýslu skilaði þingmað- urinn, sr. Davíð, 92 rd. 8 sk. og Ólafur Sigurðsson umboðsmaður í Ási, fyrrv. þingmaður, 61 rd. 56 sk. úr vesturhluta sýslunnar. Þar voru flestir félagsmenn í Flolts- og Knappsstaða sóknum, eða 42. 1 Norður-Múlasýslu kvað mest að hin- um aldna þingskörungi, sr. Halldóri Jóns- syni prófasti á Hofi í Vopnafirði, en auk hans eru nafngreindir í skýrslunni vara- þingmaðurinn, Páll skáld Ólafsson, og sr. Vigfús Guttormsson í Ási. Ur Húnavatnssýslu eru nafngreindir umboðsmenn héraðshöfðingjarnir Páll Vídalín alþingismaður og Jósef Skafta- son læknir. Fjörugustu athafnaár Þjóðvinafélags- ins voru án efa 1873 og 1874. Hófst sprettur sá með undirbúningi Norðlend- inga, einkurn Þingeyinga og Húnvetn- inga, undir Þingvallafundinn fyrir þing 1873, og honum lauk með Þingvallafund- inum 1874, þegar svo veglega var tekið á rnóti kónginum, að félagið kollsigldi sig gersamlega fjárhagslega,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.