Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1967, Side 132

Andvari - 01.10.1967, Side 132
ARNÓR SIGURJÓNSSON: Trolldómur Egils Skallagrímssonar Egill Skallagrímsson er hamrammastur alla mennskra manna, sem Islendinga- sögur fornar og nýjar skýra frá. Hann ræður yfir slíkum kynngikrafti líkamleg- um og andlegum, að hann verður sigur- vegari í hverri raun. Hann mætir engum þeim berserki á hólmi eða í hernaði, sem verður honum yfirsterkari. Bíti berserkinn eigi járn, leggur Egill hann undir í hrygg- spennu og bítur hann á barkann. Hann hrósar einnig sigri yfir þvílíkri galdra- kind sem Gunnhildi kóngamóður. Hann reisir henni og eiginmanni hennar, Ei- ríki konungi blóðöx, níðstöng, sem rist er svo mögnuðum rúnum, að þau verða land- flótta úr Noregi. Þegar Gunnhildur nær honum með töfrabrögðum á vald þeirra Eiríks til Norðymbralands, leysir hann höfuð sitt með kynngikvæði sem ekkert hatur fær staðizt. Hann er í senn hrotti og hetja, dólgur og skáld, brennandi í hatri, tryggur í vináttu og heitur í ást til eiginkonu og barna. Þrátt fyrir alla þá kynngi, sem í honum býr, og allar þær andstæður, sem hann býr yfir, er honum lýst sem svo heilsteyptum manni, að við neyðumst til þess að taka sögu hans sanna, ef ekki sagnfræðilega sanna, þá sem raun- sanna lifandi mynd úr samtíð hans, gerða af höfuðsnillingi. En hvaðan er Agli Skallagrímssyni komin öll þessi hamremmi, er hann ræð- ur yfir? Á þetta skulum við reyna að líta með augum þess manns, er skráði sögu hans, til þess að reyna að skilja þá báða, Egil og höfund sögunnar. Til er skrá yfir forn skáld norsk og ís- lenzk, þar sem sum skáldin eru aðeins nefnd, en gerð stuttlega grein fyrir öðr- um, og um hverja þau hafa ort. Skrá þessi hefur varðveitzt í handriti því af Snorra-Eddu, sem kallað er Uppsala- Edda, og einu handriti Heimskringlu, en annars væri hún glötuð. Prófessor Sigurð- ur Nordal hefur í hinni miklu ritgerð sinni í Nordisk Kultur urn söguritun ís- lendinga að fornu, getið þess til, að Snorri Sturluson hafi komið með skrá þessa úr fóstrinu í Odda. Þessi tilgáta er fjarri því að vera ólíkleg, þó að hún verði varla sönnuð. Annað, sem ekki brýtur í bág við þessa tilgátu, verður þó að teljast enn líklegra, jafnvel svo líklegt, að telja má nærri fullvíst: Snorri hefur haft skrá þessa höndum. Ef hann hefur ekki fengið hana á bókfelli í Odda, var honum vel trúandi til að hafa samið hana af þeim fróðleik, er hann fékk þar. Og nú skulum við fletta upp í skránni: „Úlfur hinn óargi var hersir ágætur í Noregi í Naumudal, faðir Hallbjarnar hálftrolls, föður Ketils hængs. Ulfur orti drápu á einni nótt og sagði frá þrekvirkj- um sínum. Hann var dauður fyrir dag.“ Þetta er mesta frásögnin um nokkurt skáld í skáldatalinu. Svo skulum við taka Egilssögu og lesa upphaf hennar, fyrstu málsgreinina:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.