Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 134

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 134
236 ARNÓR SIGURJÓNSSON ANDVARI um sögum íslenzkum, á annesjum eða eyjum, Sandnes, Torgar, Þjátta, Bjarkey, Hrafnista. En inni með fjörðunum og á sjálfu upplandinu bjó óskyld þjóð, er þá var kölluð Finnar, en við köllum nú Lappa, og skiptist í tvær greinar eftir at- vinnuháttum, Sæfinna og Fjallfinna. A þeirri þjóð og landi hennar hefur höfund- ur Egilssögu augljóslega mikinn áhuga, og er um það enginn forn rithöfundur honum líkur nema höfundur Heims- kringlu, sem mun vera sami maðurinn. Þessi þjóð hefur aldrei verið herská, og virðist hafa sætt sig furðulega við, að Norðmennirnir skattlegðu hana og hlunn- færðu 1 verzlunarviðskiptum. Annars er það ekki að fullu vitaS, að hve miklu leyti hinn svo kallaði Finnskattur var raunverulega lagður á Finnana og að hve miklu leyti hann var greiðsla fyrir einka- leyfi til arðvænna viðskipta, sem einnig gátu komið Finnunum vel, því að þeirra atvinnuhættir voru einhæfir, hjarð- mennska á fjöllum uppi og fiskveiðar á fjörðum inni. En framleiðsluvara þeirra og söluvara, skinnavara ýmisleg, svo sem hreinbjálfar, marðarskinn, selskinn og svarSreipi, var mjög eftirsótt, og því vís vegur til auðlegðar að verzla viS þá jafn- framt því að stunda síldveiðar, hvalveiSar og þorskfiski norður með ströndum Há- logalands. AuðvitaS fundu NorSmennirnir þaS glöggt, aS sú þjóð, er þeir hittu fyrir á hinum norðlægu afkimum, var annarrar gerðar og annarrar menningar en sjálfir þeir. Jafnframt því, að þeir fundu hjá sér ýmislega yfirburði, undruðust þeir þessa norrænu frummenn og báru á vissan hátt óttablandna virðingu fyrir þeim. Þeir gátu látið mjöllina rjúka um sig, er þeir fóru um fjöll og heiðar á flugaferð á skíðum sínum og sleðum, er þeir beittu hreinum fyrir, og þeir virtust einnig kunna ýmis- leg óskiljanleg töfrabrögS, er gerSu menn hugstola, tryllta. Þess vegna kölluSu Norðmenn þá troll (en af því orði er sögnin að trylla mynduS). Á íslandi breytti það orð um hljóm og einnig um merkingu, þ. e. a. s. hugmyndirnar um þær mannverur, sem troll voru kallaðar, breyttust á sama hátt og þokan gerir litla menn stóra í fjarsýn. Þannig segir i sögu Ketils hængs um Hrafnhildi þá, er var barnsmóðir hans, móðir Gríms loðin- skinna, eflaust smávaxna Lappastúlku: „Hún var harla stór vexti og þó drengi- leg. Svo er sagt, aS hún hafði alnarbreitt andlit." Norsku tröllin hafa hins vegar aldrei orðið stór í heimalandi sínu, heldur aðeins í frásögn Islendinga. Skiptin viS Finnana, eða Lappana eins og við köllum þá nú, voru eigi aðeins verzlunarviðskipti, heldur einnig blóð- blöndun. Þó að mikla auðlegð væri að sækja norður fyrir Foldina í Naumdæla- fylki og Tröllabotna Hálogalands, var ekki þangaS að sækja norskar konur göf- ugra ætta. Því voru börn hins ágæta norska hersis í Naumudal, Ulfs hins óarga, hálftroll, þ. e. Lappaættar að hálfu, og því var Björgúlfur á Torgum, lendur maður, ríkur og auSugur, hálfbergrisi aS afli og vexti og kynferð, eins og sagt er í Egilssögu. En hálftrollin urðu mörg auð- ugir menn og réðu yfir miklum víðernum á landi og sjó, um þá gerðust miklar frá- sagnir, auðlegð þeirra, siglingar og svað- ilfarir til Bjarmalands. Því gátu niðjarnir af þeim miklazt. Göfugustu ætt á íslandi, Oddaverjum, þótti sæmd að geta rakið erfð til Ketils hængs, sonar hálftrollsins Idallbjamar. Og líklega eigum við ættar- stolti Oddaverja þaS að þakka, að geymzt hefur í íslenzkri sögu minning smávax- innar og úrkastalítillar Lappastúlku und- ir klettabelti við þröngan fjörð, Hrafn- hildar Brimadóttur, sem mikilúðugrar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.