Andvari - 01.10.1967, Qupperneq 134
236
ARNÓR SIGURJÓNSSON
ANDVARI
um sögum íslenzkum, á annesjum eða
eyjum, Sandnes, Torgar, Þjátta, Bjarkey,
Hrafnista. En inni með fjörðunum og á
sjálfu upplandinu bjó óskyld þjóð, er þá
var kölluð Finnar, en við köllum nú
Lappa, og skiptist í tvær greinar eftir at-
vinnuháttum, Sæfinna og Fjallfinna. A
þeirri þjóð og landi hennar hefur höfund-
ur Egilssögu augljóslega mikinn áhuga,
og er um það enginn forn rithöfundur
honum líkur nema höfundur Heims-
kringlu, sem mun vera sami maðurinn.
Þessi þjóð hefur aldrei verið herská, og
virðist hafa sætt sig furðulega við, að
Norðmennirnir skattlegðu hana og hlunn-
færðu 1 verzlunarviðskiptum. Annars er
það ekki að fullu vitaS, að hve miklu
leyti hinn svo kallaði Finnskattur var
raunverulega lagður á Finnana og að hve
miklu leyti hann var greiðsla fyrir einka-
leyfi til arðvænna viðskipta, sem einnig
gátu komið Finnunum vel, því að þeirra
atvinnuhættir voru einhæfir, hjarð-
mennska á fjöllum uppi og fiskveiðar á
fjörðum inni. En framleiðsluvara þeirra
og söluvara, skinnavara ýmisleg, svo sem
hreinbjálfar, marðarskinn, selskinn og
svarSreipi, var mjög eftirsótt, og því vís
vegur til auðlegðar að verzla viS þá jafn-
framt því að stunda síldveiðar, hvalveiSar
og þorskfiski norður með ströndum Há-
logalands.
AuðvitaS fundu NorSmennirnir þaS
glöggt, aS sú þjóð, er þeir hittu fyrir á
hinum norðlægu afkimum, var annarrar
gerðar og annarrar menningar en sjálfir
þeir. Jafnframt því, að þeir fundu hjá sér
ýmislega yfirburði, undruðust þeir þessa
norrænu frummenn og báru á vissan hátt
óttablandna virðingu fyrir þeim. Þeir gátu
látið mjöllina rjúka um sig, er þeir fóru
um fjöll og heiðar á flugaferð á skíðum
sínum og sleðum, er þeir beittu hreinum
fyrir, og þeir virtust einnig kunna ýmis-
leg óskiljanleg töfrabrögS, er gerSu menn
hugstola, tryllta. Þess vegna kölluSu
Norðmenn þá troll (en af því orði er
sögnin að trylla mynduS). Á íslandi
breytti það orð um hljóm og einnig um
merkingu, þ. e. a. s. hugmyndirnar um
þær mannverur, sem troll voru kallaðar,
breyttust á sama hátt og þokan gerir litla
menn stóra í fjarsýn. Þannig segir i sögu
Ketils hængs um Hrafnhildi þá, er var
barnsmóðir hans, móðir Gríms loðin-
skinna, eflaust smávaxna Lappastúlku:
„Hún var harla stór vexti og þó drengi-
leg. Svo er sagt, aS hún hafði alnarbreitt
andlit." Norsku tröllin hafa hins vegar
aldrei orðið stór í heimalandi sínu, heldur
aðeins í frásögn Islendinga.
Skiptin viS Finnana, eða Lappana
eins og við köllum þá nú, voru eigi aðeins
verzlunarviðskipti, heldur einnig blóð-
blöndun. Þó að mikla auðlegð væri að
sækja norður fyrir Foldina í Naumdæla-
fylki og Tröllabotna Hálogalands, var
ekki þangaS að sækja norskar konur göf-
ugra ætta. Því voru börn hins ágæta
norska hersis í Naumudal, Ulfs hins
óarga, hálftroll, þ. e. Lappaættar að hálfu,
og því var Björgúlfur á Torgum, lendur
maður, ríkur og auSugur, hálfbergrisi aS
afli og vexti og kynferð, eins og sagt er
í Egilssögu. En hálftrollin urðu mörg auð-
ugir menn og réðu yfir miklum víðernum
á landi og sjó, um þá gerðust miklar frá-
sagnir, auðlegð þeirra, siglingar og svað-
ilfarir til Bjarmalands. Því gátu niðjarnir
af þeim miklazt. Göfugustu ætt á íslandi,
Oddaverjum, þótti sæmd að geta rakið
erfð til Ketils hængs, sonar hálftrollsins
Idallbjamar. Og líklega eigum við ættar-
stolti Oddaverja þaS að þakka, að geymzt
hefur í íslenzkri sögu minning smávax-
innar og úrkastalítillar Lappastúlku und-
ir klettabelti við þröngan fjörð, Hrafn-
hildar Brimadóttur, sem mikilúðugrar,