Andvari - 01.10.1967, Side 136
238
ARNÓR SIGURJÓNSSON
ANDVAIU
kveðju Grími syni mínum, þá er þér finn-
ist, og segið honum það með, að ef svo
verður, að hann kemur til Islands, ... þá
taki hann sér bústað sem næst því, er ég
hef að landi komið.“ ... Litlu síðar andað-
ist Kveldúlfur. Gerðu skipverjar svo sem
hann Iiafði fyrir mælt, að þeir lögðu hann
í kistu og skutu fyrir horð. ... En er
þeir voru komnir við Island, sigldu þeir
sunnan að landi. Þeir sigldu vestur fyrir
landið, ... en er þeir komu fyrir Reykja-
nes, og þeir sáu firðinum upp lúka, ...
gerði veður hvasst og vætu mikla og
þoku. Sigldu þeir inn eftir Borgarfirði
til þess er þraut sker öll. . . . Þeir könn-
uðu landið með sæ. En er þeir höfðu
skammt farið, þá fundu þeir í vík einni,
hvar upp var rekin kista Kveldúlfs." . . .
Er þeir síðan fylgdu Skallagrími þar til,
„sýndist honum svo, sem þaðan mundi
skammt á brott, þar sem bólstaðargerð
góð mundi vera.“ — Lifandi ræður Kveld-
úlfur skipi sínu svo sem aðrir skipstjórn-
armenn, en dauður kistu sinni, vindi og
veðri og því, hvar niðjar hans velja sér
hústað. Þar er trollskapur hans að verki.
Skallagrímur fékk konu þeirrar, er
Bera hét af göfugu norsku foreldri. Tveir
voru einnig þeirra synir, svo sem Kveld-
úlfs og Salbjargar, Þórólfur og Egill. Þór-
ólfur var hinn vænsti sýnum. „Var það
allra manna mál, að hann mundi vera
hinn líkasti Þórólfi Kveldúlfssyni." Þó
virðist af frásögnunum, að hann sé að-
sópsminni en föðurbróðir hans, eins og
enn minna sé í honum af þeim trolldómi
ættarinnar, er fylgir hinu stríða svarta
hári. En er Egill óx upp, „þá mátti brátt
sjá á honum, að hann mundi verða mjög
ljótur og likur föður sínum, svartur á
hár.“ Þar bregður honum í trollaættina.
Skyldleika þeirra feðga lýsir Egilssaga
helzt í frásögn um skipti þeirra skömmu
áður en Egill fer úr föðurhúsum. Er þar
um leið lýst hamremmi Skallagríms, er
kvelda tók:
„Það var eitt sinn um veturinn, er á
leið, að knattleikur var að Borg suður í
Sandvík. Þá voru þeir Þórður (Granason,
fóstbróðir Egils) í móti Skallagrími í
leiknum, og mæddist hann fyrir þeirn,
og gekk þeim léttara. En um kveldið eftir
sólarfall, þá tók þeim Agli verr að ganga.
Gerðist Grímur þá svo sterkur, að hann
greip Þórð upp og keyrði hann niður svo
hart, að hann lamdist allur og fékk þegar
bana. Síðan greip hann til Egils. Þorgerð-
ur brák hét ambátt Skallagríms. Hún
hafði fóstrað Egil í barnæsku. Hún var
mikil fyrir sér, sterk sem karlar og fjöl-
kunnug mjög. Brák mælti: „Hamast þú
nú, Skallagrímur, að syni þínum.“ Skalla-
grímur lét þá lausan Egil og þreif til henn-
ar. Hún brást við og rann undan, en
Skallagrímur eftir. Fóru þau svo í utanvert
Digranes. Þá hljóp hún út af bjarginu á
sund. Skallagrímur kastaði eftir henni
steini miklum og setti milli herða henni,
og kom hvorugt upp síðan. Þar er nú kall-
að Brákarsund. ... En er Skallagrímur
hafði setzt undir borð, þá var Egill ekki
kominn í sæti sitt. Þá gekk hann inn í
eldahús og að þeim manni, er þar hafði þá
verkstjórn og fjárforráð með Skallagrími
og honum var kærstur. Egill hjó hann
banahögg og gekk síðan til sætis síns. En
Skallagrímur ræddi þá ekki um, og var
það mál þaðan af kyrrt, en þeir feðgar
ræddust þá ekki við, ... og fór svo fram
þann vetur.“
Þó að Egill líktist um það föður sín-
um, að hann var ljótur, svarthærður, stríð-
hærður og hamrammur, var eitt, sem þá
skildi frá upphafi. Skallagrímur var fá-
máll, innhverfur, heimaelskur og hag-
virkur. En Egill var snemma málugur og
orðvis, fyrri til orðs og æðis en faðir hans,
sem var oftast seinþreyttur til vandræða,