Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1967, Page 137

Andvari - 01.10.1967, Page 137
ANDVARI TROLLDÓMUR HGILS SKALLAGRíMSSONAR 239 og þá fyrst hamrammur, er kvelda tók. Frá því er sagt, að Egill hafi vegið leik- bróður sinn, er hann var sjö ára, og fyrir það eitt, að hann hafi orðið undir í leik. En er Egill kom heim, lét Skallagrímur sér fátt um finnast, en Bera kvað Egil vera víkingsefni, og kvað það mundi fyrir honum hggja, þegar hann hefði aldur til, að honum væru fengin herskip. Egill kvað vísu: Það mælti mín móðir, að mér skyldi kaupa fley og fagrar árar, fara á brott með víkigum, standa uppi í stafni, stýra dýrum knerri, halda svo til hafnar, höggva mann og annan. Hér er víkingablóð í skáldaæð eins og með Ulfi óarga langafa hans og ömmu- hræðrum hans, Ölvi og Eyvindi, og skyld- leiki við Þórólfana. Það finnur móðir hans og skilur. Trolldómur hans er því ekki einvörðungu trolldómur Kveldúlfs og Ketils hængs, sona hálftrollanna Hall- heru og Hallbjarnar, heldur líka troll- dómur víkinganna. Höfundi Egilssögu er Ijóst og hann vill gera lesendum sögunnar ljóst, að trolldómur Kveldúlfs og Ketils hængs víkur og tekur breytingum við endurtekna blóðblöndun við hið göfuga norræna kyn. Trolldómur Egils er á leið þeirra breytinga frá Kveldúlfi til Sturl- unga. En þess vegna lítur hann hvað eftir annað hornauga til Oddaverja, þó að þeir komi sögu Egils annars ekkert við, að sú spurning er honum áleitin, bæði í gamni og alvöru, hvort þessar tvær miklu ættir hafi eigi sótt veg sinn og gengi í trolldóm Kveldúlfs og Ketils hængs, sona hálftrollanna. Þetta minnir vissulega á það, sem Danir sögðu stund- um um Islendinga, meðan þeir sóttu menntun sína einkum til Kaupmanna- hafnar, að menningarleg fyrirmynd þcirra og draumsýn væri umfram allt annað Egill Skallagrímsson, draumur þeirra um manndóm sjálfra sín væri umfram allt draumur um trolldóm Egils Skallagríms- sonar. Það hefur líka vissulega nokkuð til síns máls, að þrátt fyrir dýrkun okkar á göfugu norrænu kyni, lítum við oft, er á reynir, upp til hálftrollanna, sem við skiljum ekki og miklum þess vegna að krafti og kynngi. Ættvísina okkar má einnig rekja til sömu linda og ættvísi Egilssögu. Kveik þeirrar sögu, upphaf og ættvísi má rekja til forns skáldatals, þar sem segir: „Ulfur hinn óargi var hersir ágætur í Noregi í Naumudal, faðir Hallbjarnar hálftrolls, föður Ketils hængs. Úlfur orti drápu á einni nótt og sagði frá þrekraunum sín- um. Hann var dauður fyrir dag.“ Eins má rekja kveik og fræði ættvísi okkar til Egilssögu. Skilning okkar á ættum og tilganginn með ættfræði okkar getum við auðveldlega rakið þaðan. Eins og Sturl- ungur sá, er Egilssögu gerði, leit horn- auga til Oddaverja og forfeðra þeirra, er hann ritaði frásagnir af sínum forfeðr- um, þannig lítum við enn hornauga til annarra ætta og hálftrollanna þar, meðan við rekjum okkar ættir til hálftrollanna, systra þeirra eða bræðra. Sjálf vísindi ættfræði Egilssögu og ættfræði okkar er einnig áþekk.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.