Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 38

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 38
36 INGVAR GÍSLASON ANDVARI efni verða ekki síst á árinu 1968 sem talið hefur verið tímamótaár í þjóðmálaviðhorfum í miklu víðara samhengi en svo að það varði Framsóknarflokkinn einan og pólitísk viðhorf hér á landi eingöngu. Um allan hinn vestræna heim fór sterk „vinstri sveifla“ með harðri gagnrýni á ríkjandi stjórnarstefnur heima fyrir og í alþjóðasam- skiptum. Þessi alda náði til íslands og eignaðist dugmikla formælendur meðal ungra manna í flestum stjórnmálaflokkum, ekki síst flokkum félagshyggjumanna, og hlaut að ná til ungra fylgismanna Framsókn- arflokksins. Enda kom þar fram harðsnúið lið slíkra endurskoðunar- sinna og lét að sér kveða í samtökum ungra framsóknarmanna og flokksstarfinu í heild. Þessi hreyfing í Framsóknarflokknum þróaðist smám saman í þá átt, sem forystuliði flokksins hlaut að getast misjafn- lega að og efast um að væri rétt frá flokkslegu sjónarmiði eða í samræmi við almennan vilja flokksmanna. Og þá fór að brydda á átökum innanflokks svo að um munaði. Þessara átaka gætti verulega á flokksþinginu 1971. Þeir sem róttækastir voru í breytingum á stefnu Framsóknarflokksins boðuðu í raun samfylkingarstefnu allra vinstri manna og vildu að Framsóknarflokkurinn væri leiðandi afl í því að mynda slíka samfylkingu og rynni loks saman við hana. Hjá þorra flokksmanna og forystuliðinu yfirleitt þótti þetta ekki ráðlegt né að- gengilegt, ekki raunhæft. Hins vegar var full samstaða um það að ekki kæmi annað til greina en að Framsóknarflokkurinn beittist fyrir vinstra samstarfi, ef sjálfstæðismenn og Alþýðuflokksmenn misstu meirihluta sinn. Nú er því ekki að leyna að samfylkingarmennirnir í Framsóknar- flokknum höfðu ýmislegt til síns máls. A.m.k. var sýnt að fjöldi vinstri sinnaðra manna í landinu var mjög á báðum áttum um fylgi sitt við „gömlu flokkana“ og þau stjórnmálabandalög sem uppi voru. Al- þýðubandalagið hafði klofnað og margir, sem það höfðu stutt og verið þar í forystu, stofnuðu Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Alþýðu- flokkurinn hafði óneitanlega sérstöðu meðal vinstri manna eftir að hafa verið í nánu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn um meira en ára- tugarskeið. Var því talið að vinstri menn gætu varla laðast að honum. Af þessu var sprottin sú skoðun róttækra framsóknarmanna að nú væri tímabært að ráðast í djarflega samfylkingu lýðræðissinnaðra vinstri manna og Framsóknarflokkurinn hefði þar frumkvæði og forystu og náið samstarf við Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Þrátt fyrir mikla andstöðu Ólafs Jóhannessonar og forystu flokksins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.