Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 85
ANDVARI
í LEIT AÐ EIGIN SPEGILMYND
83
hlutirnir eru í okkar augum notagildi eða tæki til að uppfylla þarfir, leiðir að
marki. Skáldmálið truflar þetta ástand: það nemur ekki staðar við nöfn
hlutanna, hið þekkta og staðlaða, heldur veitir innsýn í verðandi þeirra og
varanleik, endurreisir á þann hátt heiminn sem fyrirbæri í skynjun okkar;
hversdagslegir hlutir verða nýir og ferskir:
Rauð
í framréttri hendi
fjallsins
ársólin9
Viðleitni af þessu tagi einkenndi verk margra þeirra skálda sem komu fram
á 6ta áratugnum. Þau reyndu að endurskapa reynsluna sjálfa og sýna verund
án hugtaks eða tilbúinnar merkingar, birta hið hlutstœða, konkreta. Þessi
viðleitni afhjúpar þversögn róttæks skáldskapar: hann er tungumál á leið út
úr sjálfu sér, eða öllu heldur, safn orða sem reynir að endurheimta hið
orðlausa og upphaflega. Tilraun sem án efa er donkíkótísk því að formgerð
skynjunar er í eðli sínu frábrugðin skrift. En viðleitni nýskáldanna fól um leið
í sér öfluga hneigð til hins sértœka eins og fram hefur komið. Þau gerðu
uppreisn gegn bókmenntum sem reynt höfðu að fela eigin veruleika í mál-
legum og félagslegum klisjum.
Þannig hefur það ætíð verið. Bókmenntirnar eru á sífelldri hreyfingu; þær
upplifa sig í ó-bókmenntalegum heimi en þrá eigin sjálfumleika, eigin speg-
ilmynd. Þetta ástand er líklega orsök bókmenntaþróunar. Hún á sér stað
þegar meginstraumur bókmenntanna hefur samlagast ríkjandi orðræðu og
orðið að tæki hennar. Að því leyti líkist hún persónuþroska hvers einstak-
lings: baráttu hans við föðurvald; frelsisþránni.
Fyrir fjölmörgum árum bentu rússneskir fræðimenn á að skáldverk væru
kerfi listbragða sem vensluðust innbyrðis en hefðu mismunandi gildi. Sum
væru áhersluþyngri og réðu bókmenntagildinu, væru ákveður eða dóminant-
ar. Þeir bentu einnig á að ríkjandi listbrögð yrðu sjálfvirk með tímanum og
of-venjuleg. Þá skapaðist nauðsyn á breytingu, nýjar ákveður kæmu til sögu,
ný listbrögð tækju sæti hinna gömlu. Þeir sáu þannig bókmenntaþróunina
fyrir sér sem sívirka byltingu, töldu að hún fælist í eðlislægri spennu innan
bókmenntanna sjálfra, spennu sem kallaði sífellt á kerfisbreytingar10. Sam-
kvæmt þessu framleiða bókmenntirnar sjálfar sig. Nýmæli stafa ekki af
frumleika listamanns heldur nauðsyn sem býr í skáldskapnum sjálfum. Bók
vex af bók. Taka má dæmi. Rím og bragur greindu íslenskan kveðskap frá
annarri orðræðu fram undir miðja 19du öld. Þá varð breyting á; með Jóni
Þorlákssyni, Bjarna og Jónasi. Ríkjandi listbrögð viku af því þau framand-
gerðu ekki lengur tungumál og veruleika. Tilfærsla varð innan kerfisins.