Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 103

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 103
ANDVARI fSLENSK ORÐMYNDUN 101 tvíkvæðum ia-stofni, bæti, heldur en beygja það sem hreinan a-stofn. Sú hugmynd mætir þó einhverri fyrirstöðu, e.t.v. merkingarlegs eðlis. Það er a.m.k. íhugunarefni, að þessi leið, sem virðist svo tilvalin, skuli ekki reynast greiðfærari. d) Loks má bæta því við, að tökuorð verður að mega stafsetja þannig, að samræmist íslenskum ritreglum og venslareglum framburðar og stafsetning- ar. Þess vegna líst mér ekki á, að orðið bridge komist í gæðaflokkinn. Eg hefi nú drepið lauslega á kröfur, sem aðskotaorð þurfa að fullnægja til þess að verða að misfellulausum tökuorðum. Eitt mikilvægt atriði er þó enn ónefnt, þ.e. erlend viðskeyti (og mætti raunar nefna forskeyti líka). Nú leita eftir inngöngu fjölmörg orð með tví- eða þríkvæða stofna og jafnvel enn lengri. Mörg þeirra eru mynduð með alkunnum viðskeytum úr grannmálum okkar. Meðal slíkra orða eru mörg sagnorð, sem enda á -era, og mörg nafnorð, sem enda á -sjón (demonstrera, demonstrasjón), fáein orð, sem enda á -eó eða -íó (stereó eða steríó), lýsingarorð, sem enda á -ískur (ihúmanískur) eða -(t)ífur (pósitífur), o.s.frv. — Hvernig á að bregðast við þessum mikla gestagangi? I framhaldi af þessu kvikna margar spurningar. Hversu mikilvægt er að fylgja hinum ströngustu inntökureglum? Hvaða hættur eru því samfara að virða þær að vettugi? Eru sumar mikilvægari en aðrar? Ef svo er, þá hverjar og hvers vegna? Við tilkomu erlendra orða hafa oft bæst við hljóðasambönd, sem voru ekki í málinu fyrir eða lítið kvað að. Til dæmis má nefna tvöfaldan samhljóða á eftir ú-r. skrúbbur, húdd, skúffa, súkkulaði, grúppa, tútta. Gerir þetta einhvern usla, eða er þetta einungis til bóta? Eru sum hljóða- sambönd óhollari en önnur? Hér er eingöngu verið að hugsa um sambönd hljóða, sem til eru í íslensku. En kæmi til mála að fjölga einingum hljóðkerf- isins? Eða er slíkt e.t.v. óframkvæmanlegt í sjálfráðri aðlögun? Sumir beygingarflokkar eru frjóir og gleypa við flestum tökuorðum (t.d. veik kvenkynsorð, sem beygjast eins ogsaga, veik karlkynsorð, sem beygjast eins og hani, sterk karlkynsorð, sem enda á -s í ef. et. og -ar í nf. ft., og sterk hvorugkynsorð, sem beygjast eins og vatn eða vín). En aðrir virðast steingeldir. Sumir eru afar fáliðaðir. Ætla mætti, að hlutföllin milli hinna frjóu og ófrjóu verði sífellt hagstæðari hinum fyrrnefndu. Þar eru miklu fleiri einstaklingar. Líf litlu flokkanna er undir því komið, að í þeim sé a.m.k. eitt mjög algengt orð. Hversu lengi þolir málið slíka hlutfallaröskun? Á að reyna að blása lífi í ófrjóa beygingarflokka? Væri ef til vill unnt að gera það með því að rýmka eitthvað um samskipunarreglur flokksins? Eða leyfa þær ekkert svigrúm? Eru stærðarhlutföll kynflokkanna þriggja farin að raskast, svo að máli skipti?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.