Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 18

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 18
16 INGVAR GÍSLASON ANDVARI Ritstörf og rœðumennska Ef litið er á ritaskrá Ólafs Jóhannessonar í Ólafsbók eru þar taldar upp helstu greinar, ritgerðir, bækur og ritlingar, sem eftir hann liggja. Eru titlar á ritaskrá nokkuð yfir 80 talsins, en lengd ritverkanna að sjálfsögðu afar mismunandi, enda þarna um að ræða venjulegar blaða- greinar um ýmis efni, tímaritsgreinar, kennslubækur og aðrar fræði- bækur. Ritverk Ólafs fjalla að séð verður nær eingöngu um þjóðfé- lagsmál og lögfræðileg efni. Ólafur hefur ekki stundað eiginlega sagn- fræði að því er virðist framar því sem tilheyrði lögfræðiritum hans beinlínis, en þar bregður sagnfræðilegri upprifjun og athugun að sjálfsögðu fyrir. Ritgerð hans um búfjármörk hefur þar að vísu sérstöðu (Úlfljótur 1962). Sú ritgerð er að verulegu leyti sagnfræðilegs eðlis. Þaðan af síður er vitað til að Ólafur hafi ritað um fagurbók- menntir. Sem rithöfundur og greinasmiður hefur Ólafur yfirleitt haldið sér innan marka fræðigreinar sinnar, þjóðmálaáhuga síns og stjórn- málaafskipta. Það er hins vegar athyglisvert, ef ritaskráin er lesin, hversu fáar eiginlegar stjórnmálagreinar eru taldar þar upp. Er annað tveggja að ekki hafi verið hirt um að safna blaðagreinum hans saman eða benda á hvar þær er að finna, eða hitt að þær séu í rauninni mjög fáar. Vel má vera að svo sé. Þótt Ólafur væri alþingismaður, ráðherra og flokksforingi um langt skeið, þá er ekki þar með sagt að hann hafi notað eða þurft að nota frumsamdar blaðagreinar til að vekja athygli á verkum sínum eða áhugamálum. Lengst af er stöðu hans sem stjórn- málamanns svo háttað að allt sem hann hefur markvert að segja um stjórnmál kemur fram í þingræðum, ræðum á öðrum vettvangi eða viðtölum við fréttamenn, oftast að frumkvæði þeirra sjálfra. Þessi aðstaða var fyrst og fremst augljós þau ár sem hann var ráðherra og reyndar strax eftir að hann varð formaður Framsóknarflokksins 1968. Þegar rætt er um ritstörf Ólafs er því vel við hæfi að geta hans sem ræðumanns. Ræðumennska er að vísu ekki hreinræktuð bókmennta- grein, þótt orðlist sé, en þar er stundum mjótt á munum og verður trauðla á milli greint. A.m.k. er erfitt að að afneita margri ræðunni sem bókmenntaverki, ef hún er birt á prenti og fer vel á bók eða ef ræða er samin fyrirfram af listfengi og lesin orðrétt af blöðum eins og hvert annað ritað mál og lestrarefni. Ólafi Jóhannessyni var leikur einn að semja góðar ræður, rita þær upp og flytja þær af blöðum. Þannig urðu margar ræður hans til, t.d. hátíðarræður og sumar þingræður. En hinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.