Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 142

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 142
140 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI bókarinnar, með nokkrum vísbendingum fram á við til epískra verka á næsta áratug. Greinarnar hafa þegar verið hagnýttar af fræðimönnum, og þá fyrst og rækilegast af Peter Hallberg, einkum í ritum hans, Vefarinn mikli og Hús skcddsins, sem bæði hafa verið þýdd á íslensku. En einmitt vegna þess að þær eru eins konar dægurflugur, börn augnabliksins, leiða þær í ljós, alveg um- búðalaust, margt sem Halldóri var hugleiknast á þessum árum, og þær eru jafnframt ágætis vitnisburður um fagmennsku hans, það vald sem hann hafði náð á móðurmálinu og þann aga sem hann beitti sig í notkun þess, jafnvel í ritsmíðum sem ekki var langlífi fyrirhugað. Halldór gerir sér grein fyrir eigin kröftum. Hann finnur hjá sér snilligáfu, en veit að án ögunar og vinnu er sú gáfa lítils virði. íslendingum hefur um margar aldir verið kennt að gera lítið úr sjálfum sér og setja ljós sitt undir mæliker. Annað var talið hlægilegt. Pað er undravert, og sýnir skapstyrk Halldórs en etv. einnig óvenjulegt uppeldi, hvernig hann hristir af sér þessa fjötra fámennisins og skilur á unga aldri að ef hann metur ekki sjálfur hæfileika sína og sýnir það, munu aðrir ekki gera það. Hann hefur ekki tíma til að bíða eftir að verða „uppgötvaður“, heldur uppgötvar sjálfan sig. Vafa- laust hefur margt af því sem hann skrifaði á þessum árum, og þá ekki síst í greinum eins og þeim sem hér eru til umræðu, verkað á lesendur sem fáránlegt mont og hroki í sveinstaula sem vart hafði slitið barnsskónum; reyndar höfum við ekki breyst svo mikið að svipuð yrðu áhrifin enn í dag ef einhver ungur listamaður væri jafn kotroskinn og ófeiminn að halda fram ágæti sjálfs sín og Halldór var, rúmlega tvítugur. En þessi ,,sjálfsánægja“ hans er blandin svo mikilli glettni og gáska, er svo laus við uppbelgdan hátíðleika, að það er ekki með nokkru móti hægt að misvirða hana við höfundinn, síst af öllu nú, sex áratugum seinna, þegar hann hefur staðið við öll stóru orðin. Halldór talar í ritgerðum þessum nokkuð mikið um snillinga, en þó er lýsing hans á starfi listamannsins öll í anda þeirrar hreinsunar snillings- og listamannshugtaksins af rómantík og dulúð, sem verið hefur á dagskrá meira og minna alla þessa öld. Hann segir í greinninni ,,Menníngarmál“ (bls. 80): „Maður sem á vald listar sinnar er snillíngur yst sem inst, og hann er það vakinn og sofinn.“ En þessi ummæli falla eftir að hann hefur lýst því í mörgum orðum að ritsnilld sé afrakstur af vinnu en ekki innblæstri: „En skáldskapur, og þá einkum í lausu máli, er hlutur sem heimtar ekki einúngis gáfur, sé þar að marki miðað, og þær á mörgum sviðum, heldur natnari starfshyggju, bratt- geingari vilja, róttækari þjálfun en nokkur starfsgrein önnur, og strithæfari orku.“ (79; málsgreinin er sjálf til marks um það hvernig höfundur beitir málinu vitandi vits og leitar fyrir sér um kosti þess og þanþol). Og áfram er haldið: „Sannleikurinn er sá að ekki er til öllu óskáldlegri starfi en einmitt skáldskapur. Eða til þess að taka ekki of djúpt í árinni: Skáldritagerð er ekki hótinu skáldlegri en til dæmis gullsmíði, skósmíði eða vélfræði, nema hvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.