Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 101
ANDVARI
ÍSLENSK ORÐMYNDUN
99
2.3. Nýstofnar
Fyrir kemur, að búin eru til ný stofnorð, þ.e. orð, sem eru hvorki afleidd né
samsett og ekki beinlínis gerð úr neinum innlendum stofni. Kveikjan að
slíkum nýmyndunum er oftast eitthvert erlent orð. Svo var t.d., þegar Björn
Bjarnason frá Viðfirði bjó til orðið tœkni, sem minnir bæði á danska orðið
teknik og íslenska orðið tæki, og ef til vill má setja orðiðál, hk. (d.aluminium)
í þennan flokk.
Annars getur verið hæpið að reyna að draga mörk á milli þessara orða og
þeirra, sem ég ætla að ræða svolítið um í næsta og síðasta kafla þessa máls um
erlend lán og aðlögun tökuorða.
3. Erlend lán
Þriðja meginaðferðin til að efla orðaforða málsins er að taka upp orð eða
orðstofna úr öðrum málum. Sú aðferð samrýmist vel þeim megin-
markmiðum, sem við höfum stefnt að í málfarslegum efnum, að fullnægðum
tilteknum skilyrðum.
Fyrsta skilyrðið er í rauninni það að taka ekki erlend lán að þarflausu,
hyggja fyrst að öðrum leiðum, nema augljóst sé, að taka verði við erlendum
stofnum (eins og t.d. í orðunum metri og lítri).
Erlend orð höfum við þegið að láni, síðan land byggðist, svo að það er ekki
ný saga, en við höfum lagt við það minni rækt en skyldi að laga þau að kröfum
°g þörfum íslenskunnar og glöggva okkur á því, hverjar þær eru.
Stundum hefir hagað svo til, að erlend orð hafa orðið íslensk fyrirhafnar-
lanst, t.d. korkur,perla ogskáti, en önnur þarf að laga eitthvað til, ef vel á að
fara. Gott dæmi um orð, sem varð til við slíka aðgerð, er berkill (ft. berklar),
sem Guðmundur Magnússon læknir sneið eftir d. tuberkel skömmu fyrir
síðustu aldamót. Mörg fleiri ágæt dæmi mætti auðvitað nefna.
Feginn vildi ég geta bent á aðferðir til að íslenska aðskotaorð, en það er
hægara sagt en gert. Hér er nærtækara að spyrja en svara.
Þegar Jón Helgason ræddi þetta efni í merkri ritgerð fyrir einum manns-
aldri eða svo, sagði hann, að ákveða þyrfti stafsetningu og beygingu þeirra
orða ,,af erlendum toga er leyfa skuli landvist í íslenzku bókmáli“, eins og
hann komst að orði (Jón Helgason 1959:230). En fleiri atriði verður að hafaí
huga og líta þá ekki á bókmálið eingöngu — eins og ég kem að síðar.
Nú er það einkenni íslenskra nafnorða, að þau eru einhvers kyns. Hvert
slíkt orð er karlkyns, kvenkyns eða hvorugkyns. Aðkomuorð verður að