Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1987, Page 101

Andvari - 01.01.1987, Page 101
ANDVARI ÍSLENSK ORÐMYNDUN 99 2.3. Nýstofnar Fyrir kemur, að búin eru til ný stofnorð, þ.e. orð, sem eru hvorki afleidd né samsett og ekki beinlínis gerð úr neinum innlendum stofni. Kveikjan að slíkum nýmyndunum er oftast eitthvert erlent orð. Svo var t.d., þegar Björn Bjarnason frá Viðfirði bjó til orðið tœkni, sem minnir bæði á danska orðið teknik og íslenska orðið tæki, og ef til vill má setja orðiðál, hk. (d.aluminium) í þennan flokk. Annars getur verið hæpið að reyna að draga mörk á milli þessara orða og þeirra, sem ég ætla að ræða svolítið um í næsta og síðasta kafla þessa máls um erlend lán og aðlögun tökuorða. 3. Erlend lán Þriðja meginaðferðin til að efla orðaforða málsins er að taka upp orð eða orðstofna úr öðrum málum. Sú aðferð samrýmist vel þeim megin- markmiðum, sem við höfum stefnt að í málfarslegum efnum, að fullnægðum tilteknum skilyrðum. Fyrsta skilyrðið er í rauninni það að taka ekki erlend lán að þarflausu, hyggja fyrst að öðrum leiðum, nema augljóst sé, að taka verði við erlendum stofnum (eins og t.d. í orðunum metri og lítri). Erlend orð höfum við þegið að láni, síðan land byggðist, svo að það er ekki ný saga, en við höfum lagt við það minni rækt en skyldi að laga þau að kröfum °g þörfum íslenskunnar og glöggva okkur á því, hverjar þær eru. Stundum hefir hagað svo til, að erlend orð hafa orðið íslensk fyrirhafnar- lanst, t.d. korkur,perla ogskáti, en önnur þarf að laga eitthvað til, ef vel á að fara. Gott dæmi um orð, sem varð til við slíka aðgerð, er berkill (ft. berklar), sem Guðmundur Magnússon læknir sneið eftir d. tuberkel skömmu fyrir síðustu aldamót. Mörg fleiri ágæt dæmi mætti auðvitað nefna. Feginn vildi ég geta bent á aðferðir til að íslenska aðskotaorð, en það er hægara sagt en gert. Hér er nærtækara að spyrja en svara. Þegar Jón Helgason ræddi þetta efni í merkri ritgerð fyrir einum manns- aldri eða svo, sagði hann, að ákveða þyrfti stafsetningu og beygingu þeirra orða ,,af erlendum toga er leyfa skuli landvist í íslenzku bókmáli“, eins og hann komst að orði (Jón Helgason 1959:230). En fleiri atriði verður að hafaí huga og líta þá ekki á bókmálið eingöngu — eins og ég kem að síðar. Nú er það einkenni íslenskra nafnorða, að þau eru einhvers kyns. Hvert slíkt orð er karlkyns, kvenkyns eða hvorugkyns. Aðkomuorð verður að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.