Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 155

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 155
ANDVARI UM HEIMSÁDEILU OG STRÁKSSKAP 153 V Loksins eru ungir íslenskir fræðimenn farnir að setja saman bækur um Halldór Laxness, en það er einkennilegt að þeir skuli laðast meira að ritsmíð- um hans um dægurmál og stjórnmál en sjálfum skáldverkunum. Það er raunar augljóst að Árni Sigurjónsson stefnir að því að fjalla um skáldsögur fjórða áratugarins, þegar hann verður búinn að kanna umhverfið nógu vel. Þessi bók hans, sem hér hefur stuttlega verið getið, virðist vera tilhlaup að stóra stökkinu út í skáldskapinn. Vonandi verður tilhlaupið ekki of langt. Sigurður Hróarsson hefur, eins og Árni, laðast að manninum bak við verkin og samskiptum hans við þjóð sína. Saga sósíalisma og sovétvináttu Halldórs Laxness er öðrum þræði auðskilin og öðrum þræði gáta. Sigurður hefur dregið saman gögn þeirrar sögu og verður ekki lastaður fyrir það þótt frásögn hans leysi ekki gátur sem eru svo einkalegar að þær verða víst aldrei leystar. Augljóst er að hann hefur, eins og Árni, laðast að viðfangséfninu vegna ástar á sögum Halldórs. Ástæðan til að hvorugur lagði beint til atlögu við sögurnar gæti verið hin mikla pólitíska vakning (sjöunda og) áttunda áratugarins meðal menntamanna, eða eftirhreytur hennar. Sú vakning (orðið er notað bæði í gamni og alvöru) hafði mikil áhrif á bókmenntaskrif og hefur vafalaust í heild orðið til góðs, en margt af því sem menn skrifuðu í hita bardagans einkenndist af gróflegum einföldunum og tilhneigingu til að afgreiða hluti, sem ekki voru könnuðum þóknanlegir, með slagorðum. Sumt á þessu tíma- skeiði gat minnt á árin um 1930, þegar Halldór Laxness var að sigla inn í sitt róttæka skeið. En mismunurinn er líka margvíslegur. Hugmyndafræðilegar deilur sjöunda og áttunda áratugar verka yfirborðskenndari með nokkrum haetti. Róttæknin var mest hjá menntuðum ungmennum sem einatt mikluðu mjög fyrir sér dýpt hennar og þýðingu. Á sama tíma tengdist verkalýður og aðrir launamenn á Vesturlöndum neyslusamfélaginu enn traustari böndum. Bókmennta og menningarumræðan, einnig hin sögulega, er alltaf barn síns tíma. Ég hef fundið að ýmsu í verkum Árna Sigurjónssonar og Sigurðar Hróarssonar, og sumt af því er greinilega tengt þeim tímum sem við lifum eða hafa mótað okkur. Annað væri auðvelt að bæta. En athugull lesandi kann að hafa tekið eftir að ég hef verið að átelja einfaldanir hjá þeim Áma og Sigurði en virðist ekki hafa neitt að athuga við grófar einfaldanir sem finna má í htgerðum Halldórs Laxness um dagana. Á þessu em þó skýringar. í fyrsta lagi er bókmenntgrein þeirra önnur; þeir skrifa fræðirit, hann baráttu- og ntdeilugreinar. En mestu skiptir þó líklega að hann skrifar svo skrambi miklu hetur en við allir þrír til samans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.