Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 58

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 58
56 ÁSTRÁÐUR HYSTEINSSON ANDVARI ... vegna þess að hann var hold af holdi leikhússins. Leikrit hans eru samin í leikhúsinu sjálfu, um leið ogþau eru æfð, — af honum sjálfum. Ekkert þeirra skrifar hann með það fyrir augum, að það verði lesið einhverntíma seinna. Leikrit hans eru skrifuð til þess að leikast, og aðeins á leiksviðinu lifa þau og njóta sín til fulls.5 Algengt er að leikhúsfólk líti á texta leikrits öðrum þræði sem máttvana orð sem í þurfi að blása lífi leiksviðsins og er það svosem ekki óeðlilegt viðhorf frá sjónarhóli hins listræna sviðsflutnings. Jafnframt deila þeir sem gjörkunnugir eru leikhúsinu gjarnan á leiklistargagnrýnendur fyrir að gæta illa að þeim einkennum leiksýningar sem ekki hentar að skýra með textanum einum. Slík viðbrögð eru skiljanleg í ljósi þess að gagnrýnendur hafa margir hverjir hneigst til að kanna leikrit með annars konar bókmenntatexta að leiðarljósi. En hvernig samræmist þetta viðhorf því að leikrit skipa sem lesefni engu lægri sess en aðrar greinar meðal merkustu verka heimsbókmenntanna? Ef halda ætti slíku leikhús-viðhorfi til streitu yrði niðurstaðan sú að áhorfendur í leikhúsi séu vitni að æðri list en lesendur bókmenntaverka. Vænlegra sýnist mér að líta svo á að þótt leikverk sé texti, sem túlkaður er á sviði, sé Ieikr/7 einnig sérstök gerð lesefnis sem heillar okkur á eigin forsendum, ekki síður en til dæmis sögur eða ljóð. Það skiptir engu máli að Shakespeare skrifaði ekki með lesendur í huga. Texti hans er samt lesinn sem bókmenntaverk og hann lifir og nýtur sín fyllilega áþeimforsendum. Helgi Hálfdanarson hefur raunar bent á að „margt af því ágætasta í leikritum Shakespeares er með þeim hætti, að bezt hentar vandlegum lestri.“6 En þá standa leikritaþýðendur (sem og þeir sem skrifa um slíkar þýðingar) frammi fyrir vanda sem Keir Elam segir vera eitt helsta viðfangsefni þeirrar greinar táknfræðinnar sem fæst við leiklist: það má segja að í leiklist sé um tvo texta að ræða. Við getum annars vegar skoðað sviðstexta („performance text“), sem tekur yfir allt táknmál sjálfs sviðsflutningsins (og merkir „texti“ þá alls ekki bara orðræður persóna), en hins vegar leiktexta („dramatic text“),7 sem kann að vera saminn fyrir leiksvið en fellur þó inn á „spennu- svið“ ýmissa bókmenntahefða jafnskjótt og hann er lesinn. I raun byggist þó leiklist á samspili og víxlverkun þessara texta. Sviðstext- inn verður til sem túlkun á leiktexta, en jafnframt er ólíklegt að leiktexti sé lesinn án þess að lesandi (og þýðandi) ,,skapi“ viðeigandi sviðstexta. Að þessu leyti eru leikrit lesin (greind, þýdd) öðruvísi en aðrar bókmennta- greinar. Susan Bassnett-McGuire segir að leikrit séu lesin „sem eitthvað ófullgert fremur en frágengin eining, því það er einungis við uppfærsluna að allir möguleikar textans koma í ljós.“8 En við leikritalestur vinnum við einmitt með þennan ófullgerða hluta. Svo fremi við höfum einhverja reynslu af leiksviði hljótum við að „færa verkið á svið“ í huga okkar. Og þótt þetta sé að sjálfsögðu annars konar listnautn heldur en sú er felst í að vera viðstaddur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.