Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 98
96
BALDUR JÓNSSON
ANDVARI
samsetningarnar kvæðabók og kvœðislaun (en *kvœðilaun óhugsandi) eða
sœtanýting og sœtisgjald (en *sætigjald kemur ekki til greina).
í orðunum fellibylur, sendiboði o.fl., sem fyrr voru nefnd, eru sagnorðs-
stofnar í forliðum, og i-ið var jafnvel kallað tengistafur. í orðinu stýriflaug
er fyrri liður stofninn í sögninni stýra, en í stýrisflaug er forliðurinn ef. et.
af nafnorðinu stýri.
Ætla mætti, að sama gilti um karlkennda ia-stofna, þ.e. karlkynsorð, sem
beygjast eins og læknir. Við tölum um læknafélag, læknablað o.s.frv. eða
læknislist og lœknisfrú, en við getum ekki talað um *læknilist eða *lækni-
frú. Þó er til orðið lœknidóm(u)r, en það er líka á mörkum þess að vera
samsett orð og auk þess að öllum líkindum undir áhrifum frá lækidómr (sbr.
fe. læcedom), og þar að auki er svo læknisdómr líka til í fornmáli sömu
merkingar.
Ef við lítum á orðið hirðir, þá er til í fornu máli orðið hirðisnafn, en einn-
ig lo. hirðiligr (nú hirðislegur, e. ’pastoral’), talið myndað af hirðir. í kveð-
skap eru svo kenningarnar hirði/áss, -bil, -dís, -draugr, -nanna, -njótr, -sága,
-sif, -týr, -þollr. Nú á dögum þættu okkur slíkar myndanir hæpnar nema
hugsa okkur, að forliðurinn væri stofn sagnorðs. Formsins vegna getur hirði-
líka allt eins verið stofninn í sögninni/izVða. Um forliði af þessu tagi sjá einnig
Halldór Halldórsson 1971:197-198.
Með hliðsjón af því, sem ég hefi nú drepið á um tvíkvæða stofna, er
eðlilegra að hugsa sér, að götunafnið Ægissíða sé eignarfallssamsetning en
stofnsamsetning (Ægisíða).
2.2.1 Fjölsamsett orð
Áður en ég segi skilið við samsetningar, ætla ég að víkja snöggvast að
samsettum orðum, sem hafa samsett orð í forlið eða viðlið eða báðum Iiðum.
Slík orð voru ekki algeng í fornmáli (nema þá helst í örnefnum), en þeim hefir
fjölgað stórum á síðustu öldum og einkum á þessari öld. Dæmi:
1) viðliður samsettur: flug/vélstjóri
2) forliður samsettur: vélstjóra/skóli
3) báðir liðir samsettir: vélstjóra/félag, ritstjórnar/skrifstofa
Langar samsetningar af þessu tagi hefi ég verið að kanna undanfarin misseri
og vonast til að geta síðar greint frá niðurstöðum þeirra athugana. [Sumar
hafa birst eftir að þetta var samið. Sjá Baldur Jónsson 1984. Innskot höf.]
Eins og málin horfa við nú, sýnist mér leynast þarna samsetningarregla, sem
er þó ekki undantekningarlaus, en við ættum að gefa gaum. Reglan er þessi:
Samsett orð er eignarfallssamsetning, ef forliður þess er sjálfur samsett orð: vélstjóra/-
skóli, skáldsagna/höfundur.