Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 74

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 74
72 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI ljóðstafa- og hljóðlíkingavefnaður Helga sé glæsilegur: o og ó leika á móti s og st í hljómkviðu sem hæfir þessum aðstæðum einkar vel (síðarnefndu hljóðin eru vel að merkja í samræmi við ríkjandi s-hljóm frumtextans). En einnig hér er „uppbót“ á vegum myndmáls og viðeigandi tvíræðni. Með „kveða svo fast að“ í fyrri spurningu Hamlets þýðir Helgi frumtextann sannferðuglega, en auk þess býr „kveða“ yfir merkingunni að yrkja eða fara með brag. Einnig losnar Helgi þannig við „phrase“ í annarri spurningu og kemur þar að mynd sem er í áhrifamiklu framhaldi af „kveða“: „hver óf sinn harm / í orð“ — hér er texti Hamlets óneitanlega farinn að vísa öðrum þræði til hans eigin orðvefnaðar, enda býður frumtextinn upp á slíka samsömun með viðbrögðum Laertesar. Ekki er hugkvæmni og snilld Helga minni í línunum sem á eftir fylgja. Það er ekki aðeins að ,,særa“ sé prýðileg þýðing á „conjures“, heldur kallast það líka á við „óttaslegnar“ og með samspili sínu koma þessi orð til skila merkingunni í „wonder-wounded“. Vafasamt er að betri dæmi finnist um það hvernig orðavefnaður og ákvarðananet eru eitt í þýðingu Helga. Þýðing myndmáls er væntanlega vandasamasti þáttur Shakespeare- þýðinga og er þó af mörgu að taka. Hvað eftir annað hlýtur maður að dást að lausnum Helga á þessum vanda og stundum fellur maður í stafi. Ég hef kosið að fjalla um myndmálið að mestu án þess að víkja að þýðingu Matthíasar. Slíkt hefði óhjákvæmilega leitt til samanburðar við þýðingu Helga og hefði hann verið Matthíasi heldur óhagstæður; myndmál hans er yfirleitt ekki eins beinskeytt, það á til að verða um of orðflúrað og stundum allt að því týnist það í endursagnarkenndum hendingum. En ég hef þegar verið nógu gagn- rýninn á Matthías, stundum svo að óréttmætt kann að þykja. í sögulegri rannsókn á íslenskum Shakespeare-þýðingum yrði að taka meira tillit til þeirra takmarkana sem frumherjarnir bjuggu við. Og enn er ókannað hvaða „þýðingu“ verk þessara frumherja, og þá einkum Matthíasar, hefur haft fyrir Shakespeare-þýðingar á okkar öld og þá sérstaklega verk Helga Hálfdanar- sonar. Raunar er það svo að ef við ættum ekki Shakespeare í gerð Helga þættu okkur þýðingar Matthíasar líklega full-boðlegar enn í dag, í okkar þýðinga- snauða landi. En sem betur fer hefur Shakespeare þó hlotið verðugan fram- gang í samtímabókmenntum á íslandi. Eins og við sjáum í glímunni við myndmálið hefur þar um vélað maður með ríka sköpunargáfu. En þessi sköpunargáfa á sér þó alltaf lifandi forsendur í frumverkinu; hún ber ekki vitni um ímyndunarafl sem er frumtextanum framandi, ef svo má að orði kveða. Auðvitað er sköpun þýðandans í vissum skilningi framandi frá sjónarhóli frumtextans, því að hún á sér stað á annarri tungu og þar er hægt að njóta hennar án þess að leita til hins upphaflega texta. En við samanburð má sjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.