Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 100

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 100
98 BALDUR JÓNSSON ANDVARI síður á strik og menn glati jafnvel tilfinningunni fyrir því, að um eignarfalls- samsetningu sé að ræða. Ef mín hugmynd er rétt, ættu nöfnin Grensássvegur, Laufássvegur, Digranessvegur, Reykjanessbraut, Laugarnesshverfi, Akra- nesskaupstaður o.s.frv. að vera eignarfallssamsetningar og þess vegna með tveimur s-um í rituðu máli, sbr. Reykjavíkur/borg, Hafnarfjarðar/vegur, Akureyrar/kaupstaður, þar sem enginn vafi leikur á. Eigi að síður skirrast menn við að skrifa tvös í fyrrgreindum nöfnum eins og glöggt má sjá á nýjum götunafnaskiltum í Reykjavík. Reglan um eignarfallssamsetningu, þegar forliður er samsett orð, er í rauninni viðurkennd í réttritunarreglum, þar sem kennt er, að ekki skuli rita þrjús í röð, ef eitt þeirra er eignarfallsess. Samkvæmt því á að skrifa Árnes- sýsla, Reykjanesskagi og Snœfellsnessýsla. Hins vegar á að skrifa þrjú ess í Fosssel og krosssaumur (Halldór Halldórsson 1974:127-128). Dæmin Laufássvegur, Digranessvegur og Árnessýsla segja í rauninni ekk- ert af né á um eignarfallsregluna. En til eru önnur dæmi um frávik frá henni, og væri fróðlegt að heyra álit annarra á þeim. Sjálfur hefi ég ofurlitlar áhyggjur af fáeinum orðum úr atvinnulífi voru: saltfisk/verkun (dæmi úr fjölmiðlum), kísilmálm/verksmiðja, kísilgúr/verksmiðja, járnblendi/verk- smiðja (koma öll fyrir í lögum). í orðabók Sigfúsar Blöndals er að finna samsetningarnar saltfisks/tegund og saltfisks/verkun, en forliðurinn saltfisk- er ekki í þeirri bók fyrr en í viðbætinum frá 1963. Þar eru taldar upp saltfisk/breiða, -framleiðsla, -hring- ur, -markaður, -sala, -veiði, -verkun, -verslun og -þurrkun. Orðin bolfiskur, freðfiskur og harðfiskur sjást ekki í samsetningum í orðabók Blöndals, ekki einu sinni í viðbætinum frá 1963, enda hygg ég, að þær hafi að mestu verið notaðar eftir þann tíma og þá, eins og saltfiskur, án eignarfalls-s1. Hvaða skýringar eru nú tiltækar? Nefna má fáein atriði, sem í hug koma. 1. Nú er varla um það að ræða, að orðið saltfiskur sé að verða ósamsett orð í vitund fólks. Þótt svo væri, yrði forliður þessara orða tvíkvæður, og ætti þá af þeim sökum fremur að vera í eignarfalli samkvæmt því, sem fyrr var sagt. 2. Þá er nær lagi að hugsa sér, að menn skipti orðinu ranglega, ef svo mætti segja, geymi í huga sér oröin fisk/breiða, -framleiðsla, -hringur, -markaður, -sala, -veiði, -verkun, -verslun og -þurrkun og skeyti svo liðnum salt- fyrir framan, sbr. orðin þjóð/hagfrœði ogflug/vélstjóri. 3. Ef til vill er verið að skjóta sér undan því að nota eignarfallsess til að forðast fjögur samhljóð í röð eins og í saltfisksverkun eða fimm eins og í saltfisksframleiðsla, sbr. einnig kísilmálm(s)verksmiðja. 4. Reglan um skyldubundið eignarfall í samsettum forliðum er beinlínis röng eða bundin við tiltekna stofna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.